Saga - 1991, Page 42
40
HULDA SIGURBORG SIGTRYGGSDÖTTIR
Hermann Guðmundsson segir að í Hafnarfirði hafi samvinna sjálf-
stæðismanna og sósíalista ekki þótt neitt sérstök, en annars staðar
hafi hún þótt sérkennileg.53 Og víst er að það voru fleiri en alþýðu-
flokksmenn sem voru óánægðir með þessa samvinnu. í dagblaðinu
Tímanum var þrýst á sjálfstæðismenn að hætta allri samvinnu við sós-
íalista.
Nokkrir af leiðtogum Mbl.-manna hafa í ýmsum verkamanna-
félögum landsins dansað vangadans við hina erlendu bylting-
arnorn allan fyrra hluta þessa vetrar. . . . Nokkrir af leiðtogum
þessa flokks, sem talið hefur sig mikinn verndara þjóðskipu-
lagsins, hafa í Hafnarfirði dag eftir dag setið í hægindastólum
með hina digru austrænu dyrgju í faðmi sér. Og allir þeir
íslendingar, sem ætla að þetta land skuli aldrei vera nema fyrir
íslendinga, og að þjóðin skuli lifa hér frjáls og hamingjusöm,
hafa litið í hafnfirzka stólinn, framhjá hinu aðkomna flagði og
sagt með ótvíræðri fyrirlitningu: „Svo þú hefir þá geð á
þessu!"54
Vitaskuld var forysta Sjálfstæðisflokksins áhyggjufull meðan á deil-
unni stóð enda óljóst til hvers hún myndi leiða. Forystumenn flokks-
ins gerðu sér ferð suður eftir til að spjalla við verkamennina, sem létu
engan bilbug á sér finna, en Hermann Guðmundsson segir að það
hafi verið lán hversu stéttvísir sjálfstæðisverkamennirnir raunveru-
lega voru. Hann sé ekki viss um að forystumenn flokksins hafi búist
við því.55
Ríkisstjórnin hafði einnig áhyggjur af atburðunum í Hafnarfirði.
Að sögn Héðins Valdimarssonar sagði Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra honum „í upphafi deilunnar, að fjölmenn lögregla yrði send
í Hafnarfjörð til að skakka leikinn, það væri ákveðið."56 Þótt mikil
barátta færi fram bak við tjöldin, sérstaklega í þingflokkunum, að
sögn Einars Olgeirssonar, kom ekki til afskipta ríkisvaldsins. Her-
mann Jónasson reyndi þó árangurslaust að miðla málum, en Sigfús
Sigurhjartarson, ritstjóri Pjóðviljans, sagði að sáttatilraunir hans væru
53 Hermann Guömundsson. Viðtal við höfund 12. mars 1990.
54 J[ónas] J[ónsson] „At du gider." Tíminn 21. febrúar 1939.
55 Hermann Guðmundsson. Viðtal við höfund 12. mars 1990.
56 Héðinn Valdimarsson: Skuldaskil, 171.