Saga - 1991, Page 49
AÐSKILNAÐUR ALÞÝÐUFLOKKS OG ASl
47
Andstæðingarnir, ekki síst ríkisstjórnin, létu óspart í ljós andúð
sína á fylgisspekt sósíalista við Sovétríkin. Um það atriði segir Brynj-
ólfur Bjarnason: „Við vorum stimplaðir sem úrhrök, sem ekki ættum
skilið að fá að anda að okkur sama lofti og aðrir landsmenn. Alþingi
samþykkti, að það væri ósamboðið virðingu þess, að við sætum á
þingi."71 Stefán Jóhann Stefánsson, Pétur Ottesen og Jónas Jónsson
fluttu þingsályktunartillögu um lýðræði og öryggi ríkisins sem mið-
aði að því að útiloka kommúnista úr trúnaðarstöðum.72 Sjálfstæðis-
menn fengu tillöguna mildaða, enda töldu þeir að slík tillaga skapaði
kommúnismanum tilverugrundvöll. Vilmundur Jónsson sagði um
þingsályktunartillögu þeirra þremenninga: „Mætti lýðræðið gera að
sínum orðum hið fornkveðna: Guð verndi mig fyrir vinum mínum."73
Saumað að Alþýðuflokknum
Afleiðing Hlífardeilunnar var meðal annars sú, að spurningin hvort
ASÍ skyldi vera óháð verkalýðssamband eða ekki, kom til kasta
alþingis.
í nóvember árið 1939 flutti Bjarni Snæbjörnsson, alþingismaður
Hafnfirðinga, frumvarp til laga um breytingar á vinnulöggjöfinni að
ósk Málfundafélagsins Pórs í Hafnarfirði. Frumvarpið gerði ráð fyrir
þrenns konar breytingum. í fyrsta lagi breytingu til að sporna við
klofningi innan verkalýðsfélaganna, með því að ekki mætti stofna
fleiri en eitt verkalýðsfélag innan hverrar starfsgreinar á hverju félags-
svæði. í öðru lagi skyldi tryggt að engir aðrir en verkamenn fengju að
vera í verkalýðsfélögunum. í þriðja lagi skyldu verkalýðsfélögin gerð
ópólitísk með því að viðhafa hlutfallskosningu innan hvers félags.
Ýmist skyldu boðnir fram flokkslistar eða einstakir menn, sem nytu
trausts innan félaganna án tillits til flokka, en stjórnir verkalýðsfélag-
anna var ekki hægt að kjósa með hlutfallskosningu, þar sem lög ASÍ
meinuðu öðrum en Alþýðuflokksmönnum inngöngu.74 í greinargerð
71 Brynjólfur Bjarnason: Pólitísk ævisaga. Viðtöl Einars Ólafssonar ásamt inngangi. Rv.
1989, 108. Sjá einnig: Alþingistíðindi 1939 B, 1314 og Einar Olgeirsson: Kraftaverk,
383.
Alþingistíðindi 1940 A, 250.
73 Alþingistíðindi 1940 D, 20 (Vilmundur Jónsson)
74 Alþingistíðindi 1939 A. Frumvarp nr. 272, 590-92. Sjá einnig Alþingistíðindi 1939
C, 125-28 (Bjarni Snæbjörnsson)