Saga - 1991, Page 50
48
HULDA SIGURBORG SIGTRYGGSDÓTTIR
með frumvarpinu sagði Bjarni að alþýðuflokksmenn og sósíalistar
réðu nær öllu innan verkalýðshreyfingarinnar og þess vegna hefðu
verkamenn, sem fylgdu öðrum flokkum að málum, nær engin áhrif
um framkvæmd verkalýðsmála. Peir væru, samkvæmt lögum,
skyldaðir að vera í verkalýðsfélagi og greiða sín gjöld, sem hafi að
nokkru leyti „farið til að breiða út og halda við stjórnmálastefnum,
sem þeir hafa verið mótfallnir; en réttindi hafa þeir engin haft önnur
en réttindi til vinnu, og þau oft mjög af skornum skammti.75
Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að næðist ekki
viðunandi samkomulag við Alþýðuflokkinn þá yrði að lögbjóða frum-
varpið.
Pað verður ekki hjá því komizt að ef sjálfstæðismenn fá ekki
jafnrétti á við aðra menn í verkalýðsfélögunum þá eru afleið-
ingarnar augljósar, fyrst og fremst þær, að sjálfstæðismenn
taka sig út úr og stofna einir félagsskap."76
Sem vænta mátti vakti frumvarpið hörð viðbrögð alþýðuflokks-
manna. Stefán Jóhann Stefánsson taldi einstrengislegt að leyfa aðeins
þeim að vera í verkalýðsfélögum sem stunduðu þá atvinnu sem félag-
ið væri kennt við. Ekki gæti komið til mála að banna mönnum að vera
í verkalýðsfélögum, „þótt þeir á einhverju vissu tímabili stundi ekki
þá atvinnu sem félögin eru kennd við."77 Eðlilegast væri að félögin
ákveði sjálf hverjir megi vera í félaginu. Þó var Stefán Jóhann á því að
óheppilegt væri að hafa atvinnurekendur í verkalýðsfélögunum, en
skilningur hans á orðinu atvinnurekandi var hins vegar ekki sá sami
og annarra ræðumanna. Atvinnurekanda ætti ekki að skilgreina eins
og gert hafi verið í Hafnarfirði.
Pað getur ekki talizt atvinnurekandi, sem leggur fram ein-
hverja fjárfúlgu í því skyni að auka atvinnumöguleika á
staðnum. Við skulum segja, að hann leggi fé í félagsskap, sem
auka á atvinnumöguleikana, en hann veit hinsvegar, að hann
fær féð aldrei aftur og aldrei neinn arð af því, heldur leggur
hann féð aðeins fram í þeim tilgangi að auka atvinnuna í sínu
75 Alþingistíðindi 1939 A, 592 (Bjarni Snæbjörnsson)
76 Alþingistíðindi 1939 C, 133 (Ólafur Thors)
77 Alþingistíðindi 1939 C, 128 (Stefán Jóhann Stefánsson)