Saga - 1991, Side 54
52
HULDA SIGURBORG SIGTRYGGSDÓTTIR
lengur."SK Stjórn Landssambands íslenskra stéttarfélaga sendi bréf til
þingsins þar sem breytingunni var fagnaö og sú trú látin í ljós aö öll
verkalýðssamtök gengju í ASÍ. „Er Sigurjón sagðist mundu lesa bréf
þetta, gall Finnur Jónsson við og vildi ekki heyra það, en Sigurjón
sagði festulega: „Ég les það samt!""89 Breytingin tók þó ekki gildi fyrr
en tveimur árum síðar vegna þess að á þessu þingi var stjórn næstu
tveggja ára kosin eftir gömlu reglunum og eintómir alþýðuflokks-
menn kjörnir. Alþýðuflokksmenn höfðu því töglin og hagldirnar inn-
an ASÍ til ársins 1942. Á þeim tíma reyndu þeir að styrkja fjárhags-
stöðu Alþýðuflokksins með því að koma hlutunum þannig fyrir, að
þær eignir sem staðið höfðu fjárhagslega undir stórum hluta flokks-
starfseminnar gerðu það áfram. Héðinn Valdimarsson fullyrðir, að
40.000 kr. hlutafjáraukning á reikningum hf. Alþýðuhúss Reykjavík-
ur, sem var að mestu leyti eign verkalýðsfélaganna í Reykjavík, hafi
verið til að tryggja flokksforystunni umráð eignanna.911 Porleifur Frið-
riksson sagnfræðingur telur að Alþýðuprentsmiðjunni og hf. Al-
þýðubrauðgerðinni hafi verið breytt í hlutafélög í þessum tilgangi.91
Til þess þurfti fjármagn og þá kom sænska lánið, sem íslenskir
alþýðuflokksmenn fengu vilyrði fyrir 1937 eftir að sameiningartil-
raunir Alþýðuflokks og Kommúnistaflokks höfðu farið út um þúfur,
í góðar þarfir. Lánið sem var 185.000 sænskar krónur var tekið af
Alþýðsambandinu sem bar skuldina, en Alþýðuflokkurinn hélt eign-
unum eftir að aðskilnaðurinn hafði farið fram. Fjárskiptin urðu tilefni
langvinnra málaferla, þar sem stefnendur* * kröfðust ógildingar afsals,
dags. 12. ágúst 1940, sem stefndu,** þáverandi stjórn Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík, afsöluðu Alþýðuhúsi Reykjavíkur
88 Ó[lafurj H. E[inarsson[: „Frá Alþýöusambandsþingi." N\/lt land, 22. nóvember
1940.
89 Ó[lafur) H. E[inarsson[: „Frá Alþýðusambandsþingi." Ni/tt land, 22. nóvember
1940.
90 Héöinn Valdimarsson: Skuldaskil, 103-104.
91 Þorleifur Friðriksson: Gullna flugan, 73. Sjá einnig: Einar Olgeirsson: Kraftaverk,
386.
* Bifreiðarstjórafélagið Hreyfill, Félag blikksmiða í Reykjavík, Félag járniðnaðar-
manna í Reykjavík, Félagið Skjaldborg, Iðja, félag verksmiðjufólks, Rakarasveina-
félag Reykjavíkur, Starfsstúlknafélagið Sókn, Sveinafélag húsgagnasmiða í
Reykjavík, Verkamannafélagið Dagsbrún og Þvottakvennafélagið Freyja.
** Alþýðuhús Reykjavíkur h.f., Jón Axel Pétursson, Jónas Guðmundsson, Guðgeir
Jónsson, dánarbú Sigurðar Ólafssonar og Jónína Guðjónsdóttir.