Saga - 1991, Page 55
AÐSKILNAÐUR ALÞÝÐUFLOKKS OG ASÍ
53
h.f. húseigninni Iðnó ásamt öllu því sem fylgdi. Allt kom fyrir ekki.
Bæði dómur bæjarþings Reykjavíkur, 6. mars 1946, og dómur Hæsta-
réttar, kváðu á um að stefndu væru sýkn af kröfum stefnenda.4'
Aðildarfélög Landssambands íslenskra stéttarfélaga gengu ekki inn í
ASÍ fyrr en eftir að aðskilnaðurinn hafði farið fram, enda voru þau
ekkert ginnkeypt fyrir því að greiða félagsgjöld í tvö ár og láta alþýðu-
flokksmenn ráðskast með sín mál, svo notuð séu orð Héðins Valdi-
marssonar.93 Með samþykktinni um aðskilnað ASÍ og Alþýðuflokks
var tíu ára baráttu lokið og hlutverki Landssambands íslenskra stétt-
arfélaga einnig, enda var það lagt niður.
Lokaorð
Með vinnulöggjöfinni 1938, sem alþýðuflokksmenn og framsóknar-
menn sömdu, urðu ákveðin vatnaskil. Verkalýðsfélögin voru viður-
kennd og var það mikill sigur fyrir þau, en skyndiverkföll, beittasta
vopn þeirra, bönnuð. Atvinnurekendum var óheimilt að gera samn-
inga við einstaka verkamenn, sem voru þar með neyddir til að vera í
verkalýðsfélögum. Nú gátu aðrir flokkar enn síður en áður sætt sig
við að alþýðuflokksmenn einir réðu Alþýðusambandinu, þessu mikla
lögverndaða afli, og krafan um aðskilnað Alþýðuflokks og Alþýðu-
sambands varð sífellt háværari. Pað er engin tilviljun að á svipuðum
tíma tók Sjálfstæðisflokkurinn að leita hófanna innan verkalýðshreyf-
ingarinnar með stofnun málfundafélaga. Sjálfstæðismenn tóku þegar
undir kröfur Sósíalistaflokksins um óháð Alþýðusamband og þar
með hófst samvinna þessara tveggja flokka í verkalýðshreyfingunni.
Mikilvægasti atburðurinn í baráttunni fyrir óháðu Alþýðusam-
bandi er þó vafalaust deilan í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði.
Með þeim atburðum varð öllum ljóst að Alþýðuflokkurinn var ekki
fer um að veita ASÍ stuðning heldur varð sambandið að beygja sig
undir löggjafann og hlíta þeim leikreglum sem flokkurinn hafði sjálf-
ur átt þátt í að setja. Hins vegar kom brátt í ljós glufa á vinnulöggjöf-
mni, sem alþýðuflokksmenn nýttu sér, en í löggjöfinni var ekkert
sem bannaði fleiri en eitt félag á sama stað í sömu grein.
92 Hæstaréttardómar XX 1949. Rv. 1951, 255-66.
Skjs- V.m.f. Dagsbrúnar. Ársskýrsla Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir árið
1941.