Saga - 1991, Page 65
ÞÓR WHITEHEAD
Leiðin frá hlutleysi
1945_1949
í ritgerð þessari greinir höfundur frá fráhvarfi íslendinga frá hlutleysisstefn-
unni sem mörkuð hafði verið við fullveldisheimtina 1918. Sú þróun gerðist
shg af stigi með herverndarsamningnum 1941, Keflavíkursamningnum 1946
°g móttöku Marshallaðstoðar uns ný stefna kom fram fullmótuð með aðild-
■nni að Atlantshafsbandalaginu 1949. í þessu viðfangi nýtir hann ýmsar
heimildir sem fræðimenn hafa ekki notað til þessa. Má þar nefna gögn úr fór-
um Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Thor Thors sendiherra auk
gagna úr breskum og bandarískum skjalasöfnum.
Allra veðra von
Fýrsta október 1945, sex vikum eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk
með uppgjöf Japana, óskaði Bandaríkjastjórn eftir því að fá að taka
hér á leigu herstöðvar til langs tíma, í Keflavík, Fossvogi og Hvalfirði.
^enja er að segja, að þessari beiðni hafi verið einróma hafnað, og láta
þar við sitja. Afstaða islensku stjórnmálaflokkanna til öryggismála í
stríðslok er þó alls ekki jafneinföld og ætla má af þessari frásagnar-
hefð. Margir forystumenn lýðræðisflokkanna, sem svo nefndu sig,
Þ-e. Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, töldu
ovarlegt að hverfa aftur til algjörs varnarleysis í stríðslok, að minnsta
kosti í bráð. Þeir óttuðust með réttu, að ráðstjórnin hygðist sölsa til
sm eða drottna yfir flestum þeim löndum Austur- og Mið-Evrópu,
sem rauði herinn hafði lagt undir sig í stríðinu gegn Hitler. Sumarið
1945 töldu menn sig einnig sjá teikn um, að yfirráðastefna Stalíns
t’eindist þá þegar að Norðurlöndum og Atlantshafi. Rauði herinn sat
um kyrrt í Norður-Noregi og á Borgundarhólmi í Eystrasalti, og það
sPurðist hingað, að ráðstjórnin hefði krafist þess að Norðmenn leyfðu
enni að hafa herbækistöðvar á Svalbarða. Innrás rauða hersins í
Finnland 1939 var íslendingum í fersku minni, en þá álitu margir, að
fórnir Finna hefðu heft frekari framsókn sovéska heimsveldisins á
S4GA,
tímarit Sögufélags XXIX - 1991, bls. 63-121