Saga - 1991, Síða 66
64
ÞÓR WHITEHEAD
Norðurlöndum.1 Sú hugsun var að búa um sig hér, að herir Breta og
Bandaríkjamanna væru á förum frá íslandi, en „við hefðum Rússann
vofandi yfir okkur" ekki alls fjarri.2 Pegar ráðstjórnin hefði melt þau
lönd, sem hún hefði þegar gleypt, væri hætt við að hún tæki að seilast
til þeirra sem næst lægju. Par ætti Stalín, eins og í hernumdu löndun-
um, vísan stuðning kommúnistaflokka, sem voru hvarvetna í mikl-
um vexti. Pessir flokkar hefðu svarið „heimsríki verkalýðsins",
Sovétríkjunum, skilyrðislausa hollustu og aldrei brugðist því hvorki í
orði né verki.
Óvissa um utanríkisverslunina hélt einnig vöku fyrir forystumönn-
um lýðræðisflokkanna. Á stríðsárunum hafði næstum öll verslun við
útlönd beinst til Bretlands og Bandaríkjanna. Pjóðinni hafði verið
ívilnað í viðskiptum fyrir afnot bandamannaherja af landinu. í her-
verndarsamningnum 1941 höfðu Vesturveldin orðið að gangast undir
víðtækar skuldbindingar um þetta. Á fimm árum höfðu Íslendingar,
sem sáu fram á greiðslustöðvun á erlendum lánum 1939, orðið ein
auðugasta þjóð Evrópu.3 Hvað tæki við, ef herir Bandamanna hyrfu
úr landi? Markaðsbrestur, hrun, ný kreppa? Eða varð að framlengja
hervernd Bandaríkjamanna, eins og nú horfði um öryggi landsins?
Var þá ekki kjörið að semja að nýju við þá og Breta um viðskipta-
hlunnindi? íslendingar þurftu ennfremur hjálp Vesturveldanna til að
reka flugvellina miklu í Keflavík og Reykjavík fyrir farþegaflug.
ísland var orðið einn helsti áfangastaður á flugleiðinni yfir Atlantshaf,
en landsmenn voru jafnvanbúnir að reka flugvellina og verja. Þessi
mannvirki voru nýjar og ómetanlegar dyr að umheiminum, en um
þær kunnu líka óboðnir gestir að ryðjast inn í landið án þess að gera
boð á undan sér. Mörgum virtist, að flugið og flugvellirnir hefðu
endanlega eytt því skjóli, sem úthafið og breski flotinn höfðu veitt
landinu um aldir.
Til greina kom að semja við Vesturveldin um vernd, flugvallarekst-
ur og viðskiptakjör. En hvað átti að felast í þeim samningi eða samn-
1 „Sagt að Rússar", Morgunblaðið 21. október 1945. Jónas Jónsson: „Island og Borg-
undarhólmur", Ófeigur II, nr. 11-12 (nóv.-des. 1945), bls. 1-56. Framsóknarflokk-
urinn: Fundargerðir miðstjórnar, 4. okt., 30. okt. 1945. Þór Whitehead: „Lýðveldi
og herstöðvar", Skírnir CL (1976), bls. 135-37. Nefnd hér eftir: „Lýðveldi".
2 GTT: Ólafur Thors, minnisblöð handa Thor Thors um herstöðvabeiðnina, 17. okt.
1945.
3 Þór Whitehead: ísland í síðari hcimsstyrjöid. Ófriður i aðsigi. Rv. 1980, bls. 284.