Saga - 1991, Qupperneq 67
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
65
ingum? Hvenær skyldi samið? Allt var í óvissu um það. Enn höfðu
íslendingar ekki heldur glatað von sinni um stórveldasátt og framtíð
Sameinuðu þjóðanna. Nýtt öryggis- og viðskiptakerfi á heimsvísu
kynni að leysa allan vanda íslendinga.4
Framan af styrjöldinni hafði myndast nokkurt bil á milli orða og
gjörða ráðamanna, óska og veruleika. Forystumönnum lýðræðis-
flokkanna, sem þá stjórnuðu landinu, duldist ekkþ að frelsi íslend-
inga væri komið undir sigri Bandamanna. Þeir unnu því með Bretum,
en helst í kyrrþey, og töluðu iðulega til þjóðarinnar eins og hlutleys-
isyfirlýsingin frá 1918 væri í fullu gildi. Þó sýndist þeim flestum, að
styrjöldin hefði endanlega sannað, að hlutleysi veitti smáþjóðum
enga vörn. Yfirráð yfir íslandi gætu ráðið úrslitum í stríði, og stór-
veldin hlytu því að keppast um að ná því á sitt vald á átaka- eða ófrið-
artímum.5
Með herverndarsamningnum við Bandaríkin 1941 hafði bilið á milli
orða og athafna ráðamanna styst nokkuð. Samt var Islendingum tam-
ara að ræða um hættuna, sem menningu þeirra og þjóðerni stafaði af
setuliðinu, en hættuna af nasisma Hitlers. Ástæðan er augljós: Þýska
ógnin varð fjarlægari með ári hverju, en her Bandamanna sat áfram í
landinu og truflaði þjóðlífið. Við þessar aðstæður höfðu íslendingar
ráðist í lýðveldisstofnun, sem efldi enn þjóðerniskennd þeirra. Þjóð-
in horfði fram til þess dags, þegar hún réði aftur ein fyrir landi sínu,
laus við allan her og aldrei framar háð annarri þjóð. Flokksforingjar
tjáðu þessar tilfinningar landsmanna í ræðu og riti.6 Einn þeirra, Jón-
as Jónsson frá Hriflu, hvatti íslendinga til að semja við Vesturveldin
um öryggi og viðskipti að stríði loknu. Hann fékk bágt fyrir og glataði
formennsku í Framsóknarflokknum á lýðveldisárinu, þótt af öðrum
orsökum væri.7 Allir stjórnmálaflokkarnir virtust reyndar hlynntir
því, að Island gengi í heimssamtökin nýju, Sameinuðu þjóðirnar. En
hvatir flokka og stjórnn- álamanna til inngöngu voru ólíkar, og margir
4 Matthías Johannessen: Ólafur Thors. Ævi og störfll. Rv. 1981, bls. 10-12,14, 22-23.
GTT: Óundirritað og ódagsett minnisblað Ólafs Thors um viðræður við Louis G.
Dreyfus sendiherra í „byrjun maímánaðar" 1945.
5 Alþt. fyrra aukaþingið 1941, D 23-77. Stefán Jónsson: „íslendingar og breska her-
námið 1940-41, viðhorf og vandamál". BA-ritgerð í sagnfræði, Hl 1991, bls. 24-40.
6 Þór Whitehead: „Lýðveldi", bls. 128-29.
^ Guðmundur Þorsteinsson: „Jónas frá Hriflu og utanríkismál Islands 1923-1951".
BA-ritgerð í sagnfræði, HÍ 1991, bls. 50-54.
S-SAGA