Saga - 1991, Page 68
66
ÞÓR WHITEHEAD
voru andvígir því að gangast undir tilteknar skuldbindingar við sam-
tökin af ótta við að þau krefðust herstöðva í landinu.8
Lýðræðisflokkarnir þrír höfðu lengst af staðið saman í utanríkis-
málum á stríðsárunum, en nú gátu þeir tæpast samið sín á milli um
stefnu, livað þá við erlend ríki. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
sátu í nýsköpunarstjórn með Sósíalistaflokknum, en Framsóknar-
flokkur var í harðri stjórnarandstööu.
Sósíalistaflokkurinn var um margt ólíkur flokkunum þremur, sem
greindu sig frá honum með því að kenna sig við vestrænt lýðræði.
Flokkurinn var arftaki Kommúnistaflokks íslands (KFÍ), deildar í
Komintern, alþjóðasamtökum kommúnista, sem stjórnað var opin-
berlega frá Moskvu 1930-38. KFÍ hefur að þessu leyti algjöra sérstöðu
í íslenskri stjórnmálasögu. Hann er eini flokkurinn, sem lotið hefur
beinni stjórn utanlands, og arftaki hans var stofnaður með samþykki
Moskvuvaldsins og á grundvelli „samfylkingarstefnu" Kominterns.
Eftir klofning í Sósíalistaflokknum í ófriðarbyrjun hafði afstaða hans
til innanríkis- og utanríkismála líka snarsnúist með nákvæmlega
sama hætti og stefna kommúnistaflokka í öðrum Iöndum 1939-45.
Pannig höfðu sósíalistar Iýst yfir stuðningi við hervernd Banda-
manna og tekið upp „þjóðfylkingarstefnu" eftir að Hitler rauf grið á
Stalín.^ Samkvæmt þessari stefnu skyldu byltingar í Vestur- Evrópu
bíða betri tíma og kommúnistar einbeita sér að endurreisn álfunnar,
þegar sigur væri unninn á Hitler. Takmarkið var að bægja bandarísk-
um áhrifum frá vesturhluta gamla heimsins og slá skjaldborg um
Sovétríkin og hernámssvæði þess í austurhlutanum, þar sem komm-
únistar voru að seilast til valda misjafnlega hratt.10 Pjóðfylkingar-
stefnan hafði gert sósíalista óðfúsa að komast í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum; vinna að nýsköpun atvinnuveganna með „auðvald-
inu", en hindra jafnframt að Vesturveldin héldu hernaðaraðstöðu
sinni í landinu að ófriði loknum.* 11
8 Agnar Kl. Jónsson: Sljóriiarráð íslands II. Rv. 1969, bls. 793-98.
9 Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk ævisaga. Viðtöl Einars Ólafssonar ásamt inngangi. Rv.
1989, bls. 29-30. Nefnd hér eftir: Brynjólfur Bjarnason. Pór Whitehead: Ritfregn,
„Einar Olgeirsson: ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, Saga XIX (1981), bls. 304-
22. Arnór Hannibalsson: Kommúnismi og vinstri hreyfing á íslandi. Rv. 1963.
10 Wilfried Loth: The Division of the World, 1941-1955. London 1988, bls. 47-51.
11 Brynjólfur Bjarnason, bls. 31-33. Einar Olgeirsson: ísland í skugga heimsvaldastefn-
unnar. Jón Guðnason skráði. Rv. 1980, bls. 160-82.