Saga - 1991, Page 72
70
ÞÓR WHITEHEAD
Pannig gekk þetta til viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Stuðningur,
sem fram hafði komið við nýjan herverndarsamning, varð að engu.
Málflutningurinn gegn herstöðvabeiðninni snerti streng í brjóstum
flestra Islendinga eftir hersetu og þjóðernisvakningu stríðsáranna.
Höfðu ekki foringjar allra stjórnmálaflokka varað við óhollum áhrif-
um herliðsins? Höfðu þeir ekki gefið þjóðinni fyrirheit um, að hún
gæti snúið aftur til fyrra lífs og notið friðar og frelsis óáreitt? Hafði
eitthvað breyst? Gat lýðveldið unga samið um varnar- og viðskipta-
mál við Vesturveldin án þess að farga sjálfu sér? Við slíkum spurning-
um fengust lítil eða engin svör nema frá hlutleysissinnum og sósíal-
istum. Fjöldinn sýndist snúinn á þeirra band, kosningar í nánd, og
svigrúm stjórnmálaforingja til samninga um varnarmál óðum að
hverfa.1'
Samningsstaða Bandaríkjastjórnar veiktist enn, þegar Bretar og
Norðurlandamenn lögðust eindregið gegn því að íslendingar leigðu
henni herstöðvar til langs tíma. Slíkur leigumáli gæti ýtt undir landa-
og herstöðvakröfur Rússa á Norðurlöndum, ógnað væntanlegu
öryggiskerfi Sameinuðu þjóðanna og dregið ísland inn á valdsvæði
Bandaríkjamanna í Vesturheimi, „Monroe-svæðið". Öryggishags-
munir Breta á Atlantshafi yrðu þannig fyrir borð bornir og losað um
tengsl íslands við önnur ríki á Norðurlöndum. Pessi andmæli Breta
og Norðurlandamanna gegn herstöðvabeiðninni hefðu nægt, til að
Ólafur Thors vísaði henni á bug (það gerði hann í nóvember 1945),
þótt ekkert annað hefði komið tii. Forystulið lýðræðisflokkanna hefði
aldrei samþykkt að greiða stuðning Bandaríkjanna því verði að fórna
frændsemistengslum við Norðurlandamenn og rótgrónu sambandi
við Breta, sem efnahagur og öryggi Iandsins hafði hvílt á um langt
árabil. Enn áttu íslendingar allt sitt undir útflutningi til Bretlands.18
Þegar Bandaríkjamenn impruðu fyrst á herstöðvabeiðninni við Ólaf
Thors þá um vorið, hafði hann minnt sendiherra þeirra á hin sterku
tengsl við Breta; „enda þótt menn væru almennt á móti rússnesku
valdi hér, þá væri alveg óafgert, hvort menn fylgdu Bretum eða
Bandaríkjamönnum, og ætti því [herstöðvajmálið einhvern tíma að
17 DSR 859A. 20/12-2945: Dreyfus til James Byrnes utanríkisráðherra, 29. des. 1945.
„Héðan af", Útsýn 28. nóv. 1945. „Krafa", Útsýn 10. des. 1945.
18 Þór Whitehead: „Lýðveldi", bls. 142-43. Kristinn E. Andrésson: „Minnisblöð".
GTT: Ólafur Thors, minnisblöð handa Thor Thors um herstöðvabeiðnina.