Saga - 1991, Page 73
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
71
takast upp, yröu þeir að hafa sameiginlegan front."|l) Petta ráð höfðu
Bandaríkjamenn hunsað, en það hafði rækilega sannast um haustið,
að Ólafur hafði síst miklað fyrir þeim hlutverk Breta. Þeir höfðu áhrif
á afstöðu allra lýðræðisflokkanna með andstöðu sinni við herstöðva-
beiðnina, en gerðu íslendingum jafnframt ljóst, að þeir væru ekki
mótfallnir því, að Bandaríkjunum væri falin hervernd íslands til
skamms tíma, þ.e. uns öryggiskerfi Sameinuðu þjóðanna tæki til
starfa. Þessum kosti hafði Ólafur ekki hafnað.20
Þegar Bandaríkjamenn slógu loks af kröfum sínum skömmu fyrir
alþingiskosningar 1946, hafði sósíalistum og hlutleysissinnum tekist
að knýja alla lýðræðisflokkana til að heita því, að þeir leyfðu hér ekki
herstöðvar á „friðartímum". Rauði herinn var horfinn af dönsku og
norsku landi og Bretar á förum frá Reykjavíkurflugvelli. Ólafur Thors
hugleiddi að krefjast brottflutnings Bandaríkjahers, en stjórnin í
Washington fullyrti, að herinn hefði rétt til að sitja í landinu sam-
kvæmt herverndarsamningnum, þar til friður yrði saminn við Þjóð-
verja. Samskiptum Bandaríkjanna og íslands virtist stefnt í algjört
óefni.21
Að kosningum loknum var málum naumlega miðlað með „Kefla-
víkursamningi", sem tók gildi í október 1946: Bandaríkjastjórn sam-
þykkti að fella niður herverndarsamninginn og kveðja á brott alla her-
menn sína innan níu mánaða. Ríkisstjórn íslands fékk Keflavíkur-
flugvöll afhentan til eignar, en bandarískt flugfélag skyldi annast
rekstur vallarins með íslendingum í umboði hermálaráðuneytisins í
Washington. Bandaríkjastjórn skyldi jafnframt þjálfa íslenska flug-
vallarstarfsmenn, svo að þeir gætu „í vaxandi mæli" tekið að sér
reksturinn.22
19 GTT: Óundirritað og ódagsett minnisblað Ólafs Thors um viðræður við Dreyfus
sendiherra í „byrjun maímánaðar" 1945.
20 „Lýðveldi", bls. 141-44. Kristinn E. Andrésson: „Minnisblöð", bls. 5-15.
21 „Lýðveldi", bls. 147-55.
22 Stjóniarlíðiiidi 1946, A, bls. 184-87.