Saga - 1991, Síða 74
72
ÞÓR WHITEHEAD
Keflavíkursamningurinn og endalok
nýsköpunarstjórnarinnar
Að þessum samningi stóð Sjálfstæðisflokkur, yfirgnæfandi meirihluti
þingflokks Alþýðuflokksins og sex af þrettán þingmönnum Fram-
sóknarflokksins undir forystu varaformannsins, Eysteins Jónssonar.
Pótt undarlegt megi heita, voru aðstæður þannig, að ábyrgðarmenn
samningsins skirrðust við að lýsa sumum meginmarkmiðum hans í
umræðum á Alþingi. Pessi markmið koma þó skýrt fram í öðrum
heimildum, sem brátt verða raktar. Pessi gögn sýna, að menn vildu
ógjarnan glata að fullu þeirri vernd, sem Bandaríkin höfðu veitt ís-
landi frá tvísýnum styrjaldardögum 1941. Peir væntu þess, að þátt-
taka Bandaríkjamanna í flugvallarrekstrinum og umferð herflugvéla
um Keflavík yrði landinu vörn á hættutímum. Bandaríkjaher hefði þó
sjálfur enga aðstöðu á vellinum, og lýðræðisflokkarnir gætu því stutt
samninginn án þess að brjóta heit sín um engar herstöðvar á friðar-
tímum.
Annað meginmarkmið samningsins, sem ekki var haldið á lofti, var
að varðveita hagsæld stríðsáranna. Ætlast var til, að Bandaríkjamenn
og Bretar (sem Iiðsinntu Bandaríkjastjórn í deilum um samninginn)
launuðu íslendingum aðstöðuna í Keflavík með því að styðja áfram
utanríkisverslunina. Loks yrði rekstur flugvallarins gulltryggður, ís-
lendingum að mestu að kostnaðarlausu.23
Með Keflavíkursamningnum var íslenska lýðveldið að marka sér
stefnu í utanríkis- og öryggismálum. Sú stefna lá á milli hlutleysis og
fullrar samstöðu með Vesturveldunum. „Vegna hans [Keflavíkur-
samningsins] eru íslendingar enn vestræn þjóð," ritaði Jónas Jónsson
frá Hriflu.24
Það voru Ólafi Thors mikil vonbrigði, þegar Sósíalistaflokkurinn
sleit stjórnarsamvinnunni vegna Keflavíkursamningsins. Málflutn-
ingur sósíalista og hlutleysissinna, sem stofnuðu með sér Þjóðvarnar-
félag, var annars með líku sniði og 1945, þegar mótmælt var leigu her-
stöðva til 99 ára. Forsætisráðherra var sakaður um að ætla setuliðinu
23 Stefán Jóh. Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins, komst næst því að lýsa höfuð-
markmiðum Keflavíkursamningsins í áramótahugleiðingu: „Yfirlit við áramótin",
Alþýðublaðið 31. des. 1946.
24 „Línurnar frá 1916 og 1923", Ófeigur VI, nr. 8-12 (1949), bls. 32.