Saga - 1991, Side 76
74
ÞÓR WHITEHEAD
Æsingur og hiti var í mönnum. Reiður skari hleypti upp fundi sjálf-
stæðismanna í Reykjavík og fóru kunnir sósíalistar fyrir, þótt flokkur-
inn hafi sjálfsagt ekki skipulagt aðförina. Hún snerist síðan upp í
aðsúg að Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni borgarstjóra, svo að lá
við slysum.2'’
Samt sem áður neytti Ólafur allra ráða til að lífga nýsköpunar-
stjórnina við. í drögum að nýjum málefnasamningi, sem Ólafur ritaði
eigin hendi, sést að hann vildi bjóða sósíalistum að láta bera það und-
ir þjóðaratkvæði í alþingiskosningum, hvort samningnum skyldi sagt
upp til endurskoðunar að fimm og hálfu ári liðnu (1952). Yrði þá sam-
komulag um nýjan samning við Bandaríkjamenn, skyldi „hann bor-
inn undir þjóðaratkvæði áður en hann öðlast gildi."27 Með slíkum til-
boðum kom Ólafur til móts við sósíalista. Er þetta vísast skýringin á
því, að hvergi getur um deilur um Keflavíkursamninginn í nákvæm-
um minnisblöðum Ólafs um viðræður hans við sósíalista og jafnaðar-
menn um endurreisn nýsköpunarstjórnarinnar. 1 Sósíalistaflokknum
var undir niðri sterkur vilji til að halda áfram samstarfinu, einkum af
hálfu Brynjólfs Bjarnasonar, Einars Olgeirssonar og Lúðvíks Jóseps-
sonar, en Kristinn E. Andrésson alþingismaður fór fyrir þeim, eink-
um menntamönnum, sem kröfðust skilyrðislausra samvinnuslita.
Hatrömm átök um flugvallarsamninginn höfðu auðvitað eitrað mjög
öll samskipti stjórnarflokkanna, og samningurinn stóð sem fleinn í
holdi sósíalista. Upp úr viðræðum stjórnarflokkanna slitnaði hins
vegar samkvæmt minnisblöðum Ólafs Thors vegna deilna um skipt-
ingu ráðherraembætta og væringa sósíalista og jafnaðarmanna, sem
blossað höfðu upp af fullum krafti í stjórnarkreppunni. Jafnvel þótt
svo hefði ekki farið, og forystumenn sósíalista lagt það til við
flokkinn, að stjórnin yrði endurreist, er ólíklegt að það hefði náð fram
að ganga. í þeim skilningi var samningurinn skerið, sem „allt steytti
á", eins og Lúðvík Jósepsson orðar það.28*
26 Páll Heiðar Jónsson og Baldur Guðlaugsson: 30. marz 1949. Rv. 1976, bls. 149-51.
Þór Whitehead: „Lýðveldi", bls. 165-67. Morgunblaðið 23. sept. 1946.
27 GTT: Ódagsett drög Ólafs Thors að nýjum málefnasamningi nýsköpunarstjórnar.
Thor Thors, dagbók 2. des. og 3. des. 1946.
28 Einar Olgeirsson: ísland í skugga, bls. 258-60. Magnús Kjartansson, frv. heilbrigð-
isráðherra, viðtal við höfund, janúar 1977. Lúðvík Jósepsson, frv. sjávarútvegs-
ráðherra, símtal við höfund, 18. sept. 1991.
* Sjá aftanmálsgrein 2.