Saga - 1991, Blaðsíða 78
76
ÞÓR WHITEHEAD
Því verður ekki neitað, að helstu ákvarðanir í íslenskum utanríkis-
málum 1946-51 tengjast innbyrðis, en orsakasamhengið er engan
veginn jafnglöggt og óslitið og margir ætla. Það var t.d. ekkert sögu-
legt lögmál, að íslendingar gengju í Atlantshafsbandalagið vegna
þess að þeir þágu Marshallaðstoð; Keflavíkursamningur latti menn
fremur en hvatti til að ganga í varnarbandalag; inngangan í það frest-
aði sennilega fremur en flýtti fyrir varnarsamningi við Bandaríkin
1951.
Sannast sagna ætlaði „Stefanía" í höfuðatriðum að feta í fótspor
nýsköpunarstjórnarinnar í utanríkis- og innanlandsmálum, svo sem
stefnuskrá hennar ber með sér.30 Stjórnin var svo veikburða, að hún
líktist meira valtri starfsstjórn en samsteypustjórn með yfirgnæfandi
meirihluta á Alþingi. Áhrifamestu flokksforingjarnir, ÓlafurThors og
Hermann Jónasson, stóðu báðir utan stjórnar. Hvorugur sætti sig við
að hafa ekki náð að sniðganga flokk hins og mynda „sterka stjórn"
með sósíalistum. Andstaðan gegn Keflavíkursamningnum hafði
reynst mjög öflug, og meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins
undir forystu Hermanns Jónassonar hafði greitt atkvæði gegn samn-
ingnum. Þingmenn úr „vinstri armi" Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gísla-
son og Hannibal Valdimarsson, höfðu lagst á sveif með Hermanni og
sósíalistum, enda stefndu þessi öfl að myndun „vinstri stjórnar".31
Þessir annmarkar á stjórnarsamstarfinu 1947 hlutu að setja sam-
vinnu íslendinga við Vesturveldin allþröngar skorður. Heimildir úr
öllum áttum, íslenskar, bandarískar og breskar, sýna að ríkisstjórnin
ætlaði að láta öryggismálin liggja óhreyfð, þar sem frá var horfið með
Keflavíkursamningnum. í viðskiptum, fjármálum og stjórnmálum
vildi nýja stjórnin efla samskipti við Bandaríkjamenn og Breta, en
hún vildi ekki fremur en nýsköpunarstjórnin skipa sér beinlínis í
flokk með þeim gegn Ráðstjórnarríkjunum.32 Eftir á að hyggja er
skiljanlegt, að menn telji að stjórn, sem tók mikilvægar ákvarðanir í
utanríkismálum, hafi hugað á stórræði í þeim efnum og jafnvel verið
mynduð um þau. En þetta er helber misskilningur.
30 Alþt. 1946, B 200-213.
31 Matthías Johannessen: Ólafur Thors II, bls. 74-85. Þórarinn Þórarinsson: Sókn og
sigrar. Saga Framsóknarflokksins II. Rv. 1986, bls. 166-67, 181-82, 185-86.
32 GTT: Sjá t.d. Bjarni Benediktsson til Thors Thors, 23. sept. 1947. GBB: Bjarni Ben-
ediktsson, minnisblað [18. ágúst 1948].