Saga - 1991, Blaðsíða 80
78
ÞÓR WHITEHEAD
einkum með smíði veiðiskipa, sem forsendur vantaði til að reka með
hagnaði.
Nýja stjórnin var ekki fyrr tekin við völdum en þessi stefna komst
í þrot; allur gjaldeyrir til innkaupa var uppurinn og dýrtíð vaxandi.
Nú reyndi á stjórnina, en næstu árin hafði hún hvorki mátt né nægan
vilja til að gera það sem þurfti: Fella gengið og binda kaupgjald og
verðlag. Þess í stað var komið á vöruskömmtun, fjárfestingarhömlum
og innflutnings- og gjaldeyrishöftum, enn hrikalegri en þeim, sem
sliguðu atvinnulífið á kreppuárunum. Sósíalistar höfðu löngum hald-
ið því fram, að nýsköpunarstefnan bæri ekki fullan ávöxt, fyrr en
komið væri meira „skipulagi" á þjóðarbúskapinn og „verslunarauð-
valdinu" væru settar skorður. Nú notuðu þeir sér óvinsældir haftabú-
skaparins til að klekkja á nýju stjórninni. Höftunum fylgdu verðupp-
bætur til útflytjenda úr ríkissjóði, en þær juku enn á hallann, sem
fjármálaráðherrann hafði fengið í arf eftir nýsköpunarstjórnina. Allt
minnir þetta á hagstjórn í sósíalistaríkjunum austantjalds og síðar í
þriðja heiminum, enda byggtá skyldum hugmyndum. Afleiðingarn-
ar urðu og svipaðar, en munurinn sá, að hér var gripið í taumana,
áður en hagkerfið hrundi.33
Mitt í þessum hremmingum töldu Iandstjórnendur það sannast, að
sósíalistar víluðu ekki fyrir sér að misnota verkalýðshreyfinguna:
Verkamannafélagið Dagsbrún hóf verkfall sumarið 1947 og knúði
fram almenna kauphækkun. Dýrtíð óx. Enn þurftu íslendingar því að
hækka fiskverð sitt, þegar framboð var óðum að aukast.
Með því að ríkisstjórnin treysti sér hvorki til að fella gengi né lækka
kaup, varð hún að nota aðrar aðferðir til að koma útflutningsvörum í
verð. Ein var sú að binda lýsissölu til Bretlands og Sovétríkjanna því
skilyrði að keypt væri ákveðið magn af frystum fiski. Þetta bar nokk-
urn árangur meðan mestur skortur var á feitmeti 1947-48, en stóðst
ekki til lengdar.34 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Thor
Thors sendiherra í Washington brýndu það fyrir Bandaríkjamönn-
um, að þeim bæri að greiða fyrir fiskútflutningi til að launa aðstöðuna
í Keflavík. Annars væri hætta á því, að hin miklu austurviðskipti
33 Landsbanki tslands 1947-49. Jakob Ásgeirsson: Þjóð í hafti. Rv. 1988, bls. 188-257.
Benjamín H.J. Eiríksson og Ólafur Björnsson: „Hagfræðileg álitsgerð", Alpt. 1949,
A 553-601.
34 Landsbanki íslands 1947, bls. 26.