Saga - 1991, Side 81
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
79
íslendinga gerðu þá háða ráðstjórninni eða utanríkisverslunin hryndi
og sósíalistar kæmust aftur í ríkisstjórn. í viðræðum við Breta slógu
íslenskir ráðherrar og stjórnarerindrekar einnig mjög á þessa strengi.1n
Bandaríkjastjórn átti í fyrstu mjög erfitt um vik, því að hún hafði
enga þörf fyrir íslenskan fisk og ekkert fé laust til að kaupa hann.
Þetta olli gremju, og Thor Thors lét Bandaríkjamenn heyra það, að
sambúð og viðskipti við þá gætu „ekki byggst til lengdar á vonbrigð-
um einum".36 Eins og stundum á stríðsárunum, brást Bandaríkja-
stjórn við með því að ýta á Breta um að veita íslendingum úrlausn.37
Jafnvel þótt Bretar teldu, að ríkisstjórn íslands væri vísast „að hamra
á stjórnmálaerfiðleikum sínum við okkur til að þrýsta okkur til að
ganga að tillögum sínum", þorðu þeir ekki að veikja stjórnina gagn-
vart sósíalistum.38
Stjórn breska Verkamannaflokksins var líka betur sett en stjórnin í
Washington að því leyti, að hún annaðist enn að mestu innkaup á
frystum fiski til Bretlands og hafði umsjón með öllum fiskkaupum
fyrir hernámssvæði Breta og Bandaríkjamanna í Þýskalandi. Með
þrýstingi á Vesturveldin tókst íslendingum þannig að selja Bretum
fisk fyrir miklu hærra verð en þeir töldu eðlilegt. Auk þess brutu þeir
sér að nýju leið inn á Þýskalandsmarkað 1948.39
Marshallhjálpin og ísland
Þetta ár komst Marshallaðstoðin í gagnið. Bandaríkjastjórn hafði nú
loks fé handa á milli til að fullnægja kröfum íslendinga um aðstoð.
Ekki mátti tæpara standa, því að ráðstjórnin, sem keypt hafði nærri
fimmtung útflutningsins 1946-47, ansaði ekki óskum íslendinga um
nýjan viðskiptasamning. Þeir sátu því uppi með drjúgan hluta af
ffeðfiskbirgðum sínum óseldan, en Marshall keypti fiskinn ofan í
35 FO 371/66010: Gerald Shepherd til Ernests Bevins, 4. júní 1947. 71475: Bowker til
Bevins, skeyti 98, 21. apríl 1948.
36 GTT: ThorThors til Bjarna Benediktssonar, 20. ágúst 1947.
3? IPR, Rv. Legation, Con. File, box 9: William C. Trimble, minnisblað 15. mars 1948.
38 FO 371/71479: R.G. Etherington-Smith til G.L. Hoskins, 10. apríl 1948.
39 GTT: Thor Thors til Bjarna Benediktssonar, 29. jan. 1948. FO 371/71475: Bowker til
Bevins, 21. apríl 1948. 77427: United Kingdom/Icelandic Trade Negotiations, Min-
ute 16. febr. 1949. 77429: R.M. Hankey, athugasemdir (minute) 17. des. 1948, sjá
Serpell til Etherington-Smiths, 13. des. 1948.