Saga - 1991, Síða 82
80
ÞÓR WHITEHEAD
svanga Pjóðverja og greiddi fyrir í dollurum það verð, sem íslending-
ar settu upp. Bretastjórn snupraði Bandaríkjamenn fyrir að Iáta
hlunnfara sig svo gróflega.40 Nokkrum mánuðum síðar, 1949, tókst
Islendingum að sannfæra breska utanríkisráðherrann Ernest Bevin
um, að freðfiskverð mætti aðeins lækka um rösklega fimmtung, en
ekki helming, eins og matvælaráðuneytið taldi réttmætt. Kommúnist-
ar væru í stórsókn gegn inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið.
Bevin brá við og kvaðst ekki hafa efni á að „glata góðvild íslendinga
fyrir smáfé, u.þ.b. 200,000 sterlingspund"! Á endanum varð Bevin
reyndar að punga út meira fé, því að fisksalarnir íslensku héldu
áfram að þjarka, og meðlagið til að auka fylgi við Atlantshafsbanda-
lagið á íslandi hækkaði um rúm 100.000 pund.41’1'
Varfærni ríkisstjórnar Stefáns Jóh. Stefánssonar kom glöggt fram
við upphaf Marshalláætlunar. Stjórnin sá, að íslendingar gætu ekki
sigrast á efnahagserfiðleikum sínum nema með þátttöku í væntan-
legu samstarfi Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Hún þá því boð um að
taka þátt í undirbúningi Marshalláætlunar 1947, en þegar nær dró
ákvörðun um aðild voru ráðherrar mjög tregir til að taka af skarið.
Þeir sáu þann höfuðkost á Marshalláætluninni að geta selt Evrópu-
ríkjunum fiskafurðir gegn greiðslu í bandaríkjadölum. Þeir efuðust
hins vegar um, að Islendingar þyrftu eða gætu þegið fjárhagsaðstoð,
sem einkum væri ætluð stríðshrjáðum þjóðum. Enn vildi ríkisstjórn-
in ganga úr skugga um, að Bandaríkjamenn settu ekki óaðgengileg
skilyrði fyrir hjálp sinni.42 Þegar það var ljóst, gerðist ísland aðili að
Marshallhjálpinni með nokkrum skilmálum.43
Sósíalistar fylgdu að venju stefnu ráðstjórnarinnar og kommúnista-
hreyfingarinnar og fordæmdu Marshallhjálpina ákaft. Málflutningur
þeirra var annars æði mótsagnakenndur. Þeir héldu því ýmist fram,
að Bandaríkjastjórn bæri mútur á íslendinga eða væru að rýja þjóðina
40 AID-ECA, Spec. Rep. Paris, Ad. Serv. Div., Country Files, box 36: Peter W. Hog-
uet til Richards P. Butricks, [7. des. 1948].
41 FO 371/77428: R.W. Jackling, minnisblað 8. mars 1949. RogerMakins, athugasemd
11. mars 1949.
* Sjá aftanmálsgrein 3.
42 FO 371/71479; 71476: Baxter tii Batemans, 20. jan.; 1. júní 1948. AID-ECA, Country
Files 1948-49, Iceland, Box 36, „Ice: Grants and loans": Butrick til W. Averells
Harrimans, París, 27. sept. 1948.
43 Alþt. 1947, D 111- 62. Alþl. 1948, B 665-706, 1921-2075.