Saga - 1991, Síða 83
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
81
inn að skinni. Hagsæld þjóðarinnar væri hægt að tryggja um aldur og
ævi með því að beina utanríkisversluninni frá fallvöltum og hnign-
andi mörkuðum „auðvaldslandanna" að kreppulausum mörkuðum
sósíalistaríkjanna, sem væru á hraðri leið til allsnægta.44 Þetta var
hinn skýri kostur, sem sósíalistar settu fram gegn þeirri viðskipta-
stefnu, sem íslendingar hafa fylgt fram á þennan dag.
Það fer ekkert á milli mála, að 1948-50 var utanríkisverslun íslend-
inga haldið uppi með stuðningi Breta og Bandaríkjamanna. Þótt ríkis-
stjórnin tæki hálftreg við fyrsta styrknum úr Marshallsjóðnum, eydd-
ist fljótt tortryggni ráðherra. íslendingar fengu orð fyrir að vera frek-
astir allra til fjárins og vildu helst ekki líta við lánum.4^ Auk þess sem
Marshallhjálpin jafnaði árlegan viðskiptahalla þjóðarinnar og borgaði
fyrir útflutning til Evrópuríkja, gaf hún og lánaði íslendingum geipifé
til framkvæmda 1948-53, alls 38,6 milljónir dala, þar af nærri 30 mill-
jónir dala í gjöfum.46 Hefði hjálpar Vesturvelda, einkum Bandaríkj-
anna, ekki notið við, er fullvíst, að lífskjör íslendinga hefðu snar-
versnað og þróun landsins tafist um áratugi.
Landið selt, þjóðin svikin?
En voru íslenskir ráðamenn þá orðnir leiguþý Bandaríkjastjórnar?
Eða ætluðust Vesturveldin til einskis af íslendingum sökum örlætis
°g ósíngirni? Hér er tæpt á tveimur andstæðum og óraunhæfum
skoðunum á samskiptum íslendinga við Bandaríkjastjórn. Hafa verð-
ur hugfast, að Bandaríkjamenn höfðu brennt hér flestar brýr að baki
sér með herstöðvabeiðninni 1945. Andstæðingar þeirra höfðu náð
óskastöðu vegna vanþekkingar bandarískra stjórnarerindreka á
íslensku stjórnmálalífi og valdhroka við Ólaf Thors. Utanríkisráðu-
rieytið í Washington hafði áttað sig á þessu um síðir og sætt sig við
Keflavíkursamninginn til að halda hér „lágmarksréttindum", sem
gætu verið „upphaf að lausn síðar". Hernaðaryfirvöld voru mjög
44 Einar Olgeirsson: „Viðskiptin í austurveg", Réttur XXXIII, nr. 4 (1949), bls. 195-
212. Ásmundur Sigurðsson: „Marshallaðstoðin", Réttur XXXVI, nr. 1-2 (1952),
bls. 66-97.
45 AID-ECA, Funds-Congr. Present., Miss. to Iceland, Office of the Dir., Sub. Files,
box 7: Óundirritað og ódagsett bréf til Roberts Brunners, 1952.
^ Þórhallur Ásgeirsson: „Efnahagsaðstoðin 1948-1953", Fjármálatíðindi II, nr. 2
(maí-júní 1955), bls. 59-70.
6-saca