Saga - 1991, Side 84
82
PÓR WHITEHEAD
ósátt við þessi málalok.47 Yfirherráðið (Joint Chiefs of Staff) ítrekaði, að
einungis herstöðvasamningur til langs tíma gæti fyllilega tryggt hina
gríðarmiklu hagsmuni, sem Bandaríkjaher ætti að gæta á íslandi.48
Lokamarkmið Bandaríkjastjórnar var því enn sem fyrr að komast yfir
varanlega hernaðaraðstöðu í landinu. En þessu fjarlæga markmiði
varð ekki náð í einu heljarstökki. Pað gat stefnt öllum hagsmunum
Bandaríkjamanna í voða, eins og þeir höfðu lært af biturri reynslu.
Peir urðu að setja sér nálægari stefnumörk og fikra sig síðan varlega
í átt að lokatakmarkinu. í fyrsta áfanga lá tvennt fyrir: Að sporna gegn
því að ráðstjórnarvinir, sósíalistar, kæmust aftur í samsteypustjórn
eða tækju hér sjálfir öll völd með ofbeldi eða sigri í kosningum og að
tryggja örugga og snurðulausa framkvæmd Keflavíkursamnings-
ins.49 í þessum efnum fóru stefnumið Bandaríkjamanna og Breta
saman við mark og mið ríkisstjórnar Stefáns Jóh. Stefánssonar. Hún
gekk líka á lagið og leitaði æ fastar eftir stuðningi frá þeim, eins og
fyrr er lýst.
Bandaríkjamenn létu Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra
heyra, að fjárhagsaðstoð þeirra væri háð því, að kommúnistum væri
haldið utan stjórnar (eins og á Ítalíu og í Frakklandi), en frekari skil-
yrði gátu þeir alla jafna ekki sett.50 Saga vinstri stjórnar Hermanns
Jónassonar 1956-58 sýnir raunar, að ekki er víst að Bandaríkjamenn
hefðu sjálfkrafa lokað pyngjunni, þótt sósíalistar hefðu sest í stjórn á
fimmta áratugnum.51 Miklu líklegra er, að þeir hefðu dæmt slíka
stjórn af verkum hennar, eins og þeir dæmdu stjórn Hermanns
nokkrum árum síðar. Tæp staða Bandaríkjamanna í landinu 1947-49
og veikleiki ríkisstjórna leyfði enga kröfuhörku, jafnvel þótt menn í
Washington hefðu gjarnan viljað fá meira fyrir snúð sinn. Bandaríkja-
menn og Bretar kvörtuðu t.d. sáran undan því í eigin hópi, að þeir
væru látnir greiða kostnaðinn af aðgerðaleysi íslensku ríkisstjórnar-
47 H.F. Matthews til James F. Byrnes, 17. jan. 1947, FRUS 1947, I, bls. 708. „Lýð-
veldi", bls. 167.
48 JCS til State War Navy Coordinating Committee, 9. sept. 1947, FRUS 1947, I, bls.
766.
49 Policy Statement of the Department of State, FRUS 1949, IV, bls. 693-702. DSR
711.59A/7-946: Butrick til Georges C. Marshalls utanríkisráðherra, 9. júlí 1948.
50 Trimble til Marshalls, 1. sept. 1947, FRUS 1947, III, bls. 833-34.
51 Eggert Pór Bernharðsson: „Islendingar og efnahagsaðstoð Bandaríkjanna 1948-
1958". BA-ritgerð í sagnfræði, HÍ 1982, bls. 73-102.