Saga - 1991, Síða 85
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
83
innar í efnahagsmálum og hóflausum nýsköpunarframkvæmdum.
Einkum væri bráð nauðsyn á gengisfellingu, eins og sjálfstæðismenn
og framsóknarmenn hefðu sannfærst um, en flokkur forsætisráð-
herra, Alþýðuflokkurinn, stæði einn gegn. Samt voguðu Vesturveld-
in sér ekki að þrýsta á stjórnina um aðgerðir af ótta við að hún yrði
sjálfri sér að fjörtjóni.52 Þannig tórði stjórnin í raun á fylgisspekt Sós-
íalistaflokksins við ráðstjórnina, sem jafnframt var orðin ein drýgsta
tekjulind þjóðarinnar í dollurum og pundum.
Ríkisstjórn íslands var því vissulega háð Vesturveldunum, en þau
voru líka háð stjórninni: Hún stóð í vegi fyrir því að kommúnistar
sneru aftur til valda, og framkvæmd og framtíð Keflavíkursamnings-
ins var undir góðvild hennar komin. Aðstæður voru slíkar, að íslend-
ingar gátu fylgt stefnu í öryggis- og efnahagsmálum, sem fór aðeins
að nokkru leyti saman við óskir Bandaríkjastjórnar, en samt krafist
fyllsta stuðnings Vesturveldanna.
Ekki má heldur gleyma því, að Marshallhjálpin var alþjóðleg og
sjaldnast rekin með hrossakaupum. Markmið hjálparinnar voru
miklu almennari og víðtækari: Að gera Vestur-Evrópu sjálfbjarga og
hrinda þannig framsókn kommúnista, hvetja lýðræðisríkin í Evrópu
til að mynda eina stjórnmála- og efnahagsheild og tryggja frjálsa
heimsverslun.53 Meðan Bandaríkjamenn veittu hlutlausum þjóðum
eins og Finnum og Svíum Marshallhjálp á þessum forsendum, var
fráleitt, að þeir settu íslendingum miklu þrengri kosti. Pessi alþjóð-
lega hlið á hjálpinni hlaut, a.m.k. í bráð, að veikja stöðu Bandaríkja-
manna til að falast eftir herstöðvum hér gegn viðskipta- og efnahags-
ívilnunum. Hvaða ágóðavon átti að reka íslenska ráðamenn til að
versla með herstöðvar, þegar Bandaríkjastjórn hafði heitið Evrópu-
þjóðunum (þar með töldum íslendingum) stórfelldri fjárhagsaðstoð
°g frelsi til viðskipta vestra? Framhaldið var óráðið. En það var undir
íslendingum sjálfum komið, hvort þeir nýttu sér Marshallhjálpina til
sjálfsbjargar, ekki síst með því að stórauka útflutning vestur, eins og
þeir höfðu látið sig dreyma um frá því í kreppunni miklu. Hugmynd-
'ri um herstöðvaréttindi sem skiptimynt fyrir viðskiptaívilnanir (þ.e.
52 AID-ECA, Spec. Rep. Paris, Country Files 1948-49, Iceland: Butrick til Harrimans,
29 ■ des. 1948. FO 371/71479: Etherington-Smith til Hoskins, 10. apríl 1948.
53 Michael J. Hogan: The Marshall Plan. America, Britain and the Reconstruction ofWest-
ern Europe, 1947-1952. Cambridge 1987, bls. 26-53.