Saga - 1991, Page 87
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
85
tilfinningaástæðum (pro-Amcrican by sentiment). Tilfinninga-
bönd eru miklu sterkari við England, Norðurlönd og Þýska-
land . . .
Talsverður hópur menntaðra íslendinga, ekki allir áhrifa-
menn, en samt allnokkrir menn, sem áhrif hafa - Bjarni Bene-
diktsson utanríkisráðherra er einn af þeim - eru hlynntir
Bandaríkjunum af sannfæringu, einkanlega hvað snertir
valdabaráttuna á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þeir
eru lýðræðissinnaðir og tiltölulega vel lesnir og hafa velþókn-
un á Bandaríkjunum fyrir að verja lífsgildi, sem þeir unna
meira en gildum kommúnista.
Af þeim, sem eru hlynntir Bandaríkjunum vegna þess, sem
þeir telja hagsmuni íslands eða sjálfs sín, ber fyrst að nefna
forystumenn Ihaldsflokksins, sem styðja Bandaríkin sem
verndara markaðskerfis og frjáls framtaks. Ólafur Thors kann
að vera undantekningin . . . og hann snýst svo sannarlega
öfugur við vísbendingum frá Bandaríkjamönnum um, að ís-
landi henti best að fylgja stefnu andstæðri kommúnistum . . .
Hægri armur Framsóknarflokksins er einnig hlynntur Banda-
ríkjamönnum vegna íhaldsstefnu í efnahagsmálum og andúð-
ar á kommúnistum (sbr. Vilhjálm Þór) . . . og hægri armur
Alþýðuflokksins vegna megnrar andúðar á kommúnistum.
Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra stóð að áliti Trimbles á milli
hinna tveggja arma Framsóknarflokksins í utanríkismálum.55 Komst
sendifulltrúinn að raun um það í samtali við Eystein, að hann væri
sammála þjóðvarnarmönnum um margt af því, sem úrskeiðis hefði
farið við framkvæmd Keflavíkursamningsins. Þetta þótti Trimble
ískyggilegt, því að Eysteinn færi með flugmál (og þar með málefni
Keflavíkurflugvallar) og þjóðvarnarmenn væru kommúnistar í sauð-
aigæru. Sökum „öfgafullrar þjóðernishyggju" væri Eysteini „ógern-
lr>gur að líta á málefni flugvallarins í hlutlægu ljósi, þótt hann hefði
greitt [flugvallarjsamningnum atkvæði sitt".56
Hér hefur verið lýst nokkuð þeirri mynd, sem Bandaríkjamenn
gerðu sér af forsætisráðherra nýsköpunarstjórnarinnar og þremur
55 ÞSR 859A.00/5-1247: Trimble til Marshalls, 12. maí 1947.
56 DSR 859A.7962/11-2547: Trimble til Marshalls, 25. nóv. 1947. Minnisblað 21. nóv.
1947.