Saga - 1991, Side 88
86
PÓR WHITEHEAD
helstu máttarstólpum ríkisstjórnarinnar 1947-49, mönnum, sem lágu
í áratugi undir daglegum brigslum um landráð og landsölu vegna
samskipta við Bandaríkjastjórn.
Hvernig, sem rótað er í bandarískum stjórnarskjölum, finnst þar
ekki minnsta stoð undir það, að Bandaríkjastjórn hafi getað skipað
íslenskum stjórnmálaforingjum fyrir verkum. Öðru nær. Þar var klif-
að á rammri þjóðerniskennd og harðdrægni landstjórnenda, sem geri
samskipti við þá vandasöm, þótt gagnkvæmur skilningur teldist vaxa
með árunum. fslendingar höfðu komist upp á það fyrir stríð að nota
legu landsins til að hafa gott af stórveldunum og hagnýta sér and-
stæður á milli þeirra (eins og CIA-menn sögðu Truman forseta) án
þess að rasa um ráð fram. Þennan leik hafa þeir stundað fram á þenn-
an dag, hvaða flokkar sem farið hafa með landstjórnina. Sú niður-
staða má hins vegar ekki verða til að villa mönnum sýn á þær ákvarð-
anir, sem íslendingar tóku í öryggismálum 1949-51. Um réttmæti
þeirra má deila, en rætur þeirra er ekki að finna í fjáraflavonum
ráðamanna, heldur áhyggjum af öryggi þjóðarinnar á viðsjárverðum
tímum. Mál er að kanna, hvernig þessar ákvarðanir bar að 1948-49.
Ógn í augsýn 1948
í febrúar 1948 rændu kommúnistar völdum í Tékkóslóvakíu. Á Vest-
urlöndum orkaði valdaránið geysisterkt á menn, en hvergi þó eins og
á Norðurlöndum, þar sem Tékkar nutu sérstakrar virðingar.57 Hvar-
vetna óttuðust menn, að Stalín væri að hefja sókn í vestur. Kommún-
istaflokkunum beitti hann sem „fimmtu herdeild" sinni, meðan rauði
herinn geystist fram meginlandið, þar sem lítið eða ekkert væri til
varnar. Vorið 1948 bannaði ráðstjórnin allar samgöngur við Vestur-
Berlín á landi, og stríðshætta vofði yfir. í lýðræðisríkjum Evrópu
gripu stjórnvöld til alls kyns varúðarráðstafana gegn kommúnistum,
og gilti einu, hvort við völd sátu hægri eða vinstri menn eða hvaða
utanríkisstefnu ríkin fylgdu. Ein ástæðan var sú, að kommúnistar
höfðu tekið upp miklu harðskeyttari byltingarstefnu, eftir að þeim
hafði verið velt úr ríkisstjórnum og samræmd barátta þeirra hófst
57 Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, bls. 130-34.