Saga - 1991, Page 89
LEIÐIN FRÁ HLUTLEVSI 1945-1949
87
gegn Marshallhjálpinni 1947 undir leiðsögn Kominforms, arftaka
Kominterns.58
Hér á landi gætti svipaðra strauma: „Það sem kommúnistar hafa
gert í Tékkóslóvakíu og Finnlandi, það geta kommúnistar gert á ís-
landi", sagði Gylfi P. Gíslason, forvígismaður vinstri arms Alþýðu-
flokksins, sem átt hafði nokkra samleið með sósíalistum í „flugvallar-
málinu".59 Nokkrum árum fyrr hafði Kommúnistaflokkur íslands,
deild í Komintern, boðað, að forystuflokkur verkalýðsins hefði aðeins
eina leið til valda á íslandi, byltingarleiðina. í lokaáhlaupi á ríkisvald-
ið yrði það „meiri hluti handanna - handaflið" sem réði. Vopnavið-
skipti væru óhjákvæmileg.60 í afstöðu til valdbeitingar virtist Sósíal-
istaflokkurinn skera sig lítt frá Kommúnistaflokknum, þótt hann nyti
stuðnings margra vinstri jafnaðarmanna. Brynjólfur Bjarnason, for-
maður miðstjórnar Sósíalistaflokksins, ritaði 1952:
Þessu [spurningunni um valdatöku með ofbeldi] er svarað í
III. kafla flokksstefnuskrárinnar 1. gr. Þar segir að flokkurinn
vilji „varast ofbeldi". Síðan segir: „Vill flokkurinn ekkert frekar
en að alþýðan geti náð völdunum í þjóðfélaginu á lýðræðisleg-
an og friðsamlegan hátt. En búast má við því að auðmanna-
stéttin láti ekki af fúsum vilja af hendi forréttindi sín og yfir-
ráð." . . . Auðmannastéttin er lítill minnihluti þjóðarinnar.
Þegar hún beitir fólkið og fulltrúa þess valdi . . . þá er það
ranglát valdbeiting, ofbeldi. Engin yfirráðastétt í heiminum
hefur nokkru sinni látið völd sín af hendi af fúsum vilja og án
þess að berjast eins og óargadýr. Valdataka alþýðunnar verður
aðeins framkvæmd af meirihluta fólksins. Þess vegna er hin
sósíalíska umbylting ávallt lýðræðisleg athöfn. Hversu frið-
samlega hún fer fram er hins vegar undir viðbrögðum auð-
mannastéttarinnar komið.
Afstaða Sósíalistaflokksins til valdbeitingar styðst ekki við
neinar algildar siðareglur . . . Hann metur valdbeitingu eftir
þýðingu hennar í hinni sögulegu þróun . . . Vera má að al-
þýðan taki völdin með tiltölulega skjótri svipan og verði að
58 Wilfríed Loth: The Division, bls. 159-67, 189-92.
59 Baldur Guðlaugsson og Páll Heiðar Jónsson: 30. marz, bls. 37.
80 „Hvað er kommúnisminn?" Verklýðsblaðið 21. júní 1932. Þór Whitehead: Kommún-
'Stahreyfingin, bls. 64-66.