Saga - 1991, Síða 90
88
ÞÓR WHITEHEAD
beita borgarastéttina hörðu . . . Hitt er þó engu síður líklegt
að burgeisastéttin láti undan síga, ef til vill skref fyrir skref
vegna þess að hún á einskis annars úrkosta, ef hún á þess ekki
lengur kost að styðjast við erlent vald.61
Eins og nú stóðu sakir, gátu stjórnvöld tæpast leitt hjá sér slík viðhorf
og tengsl áhrifamestu forystumanna Sósíalistaflokksins við stjórn-
völd austantjalds. Pað breytti litlu um þetta, að vitað var að margir
forvígismenn flokksins og þorri kjósenda hans væri frábitinn öllu
ofbeldi. A þriðja áratugnum, en einkum þó hinum fjórða, höfðu
kommúnistar á íslandi iðulega látið hendur skipta í átökum við yfir-
völd og andstæðinga sína. Peir höfðu komið sér upp einkennisbúnu
„varnarliði" og sent menn í byltingarþjálfun til Moskvu. Eftir ósigur í
„Gúttóslagnum" 1932 hafði Reykjavíkurlögreglan verið betur búin að
skotvopnum, og hundruð manna verið kvödd í varasveitir hennar
um eitt skeið. Sneitt hafði verið hjá stórátökum, en þegar nær dró
styrjöld, hafði þjóðstjórn lýðræðisflokkanna tekið að óttast mjög um
innanlandsöryggið. Ríkisvaldið hefði ekki styrk til að verjast fylgis-
mönnum flokksríkjanna (Pýskalands og Ráðstjórnarríkjanna), ef þau
seildust hingað. Enn var lögreglan efld, og skömmu síðar hernámu
Bretar landið. Ótti við valdbeitingu kommúnista hafði hjaðnað, þar til
Keflavíkursamningurinn var á döfinni. Þá var orðrómur um það, að
kommúnistar hefðu komist yfir skotvopn (lögreglan vissi um mikið
vopnasmygl sjómanna til landsins) og hygðust hindra samþykkt flug-
vallarsamningsins á Alþingi. Petta reyndist rangt, en aðförin að for-
ystumönnum Sjálfstæðisflokksins og gífuryrði sósíalistaforingja
vöktu ugg. Einkum virðast menn hafa óttast, að sósíalistar kynnu að
svara róttækum efnahagsaðgerðum með ofbeldi eða jafnvel valda-
ráni, svo sem látið var að liggja í stefnuskrá þeirra.62 Allt hafði síðan
Iagst á eitt við að magna hinn gamla stugg, sem ráðamönnum stóð af
Sósíalistaflokknum: Ógnaræði og valdarán í Austur- og Mið-Evrópu,
einkum ótíðindin frá Prag, æsingar kommúnista í Vestur-Evrópu og
ótti við nýja heimsstyrjöld.63
61 Brynjólfur Bjarnason: Sósínlistaflokkurinn. Stefna og starfshættir. Rv. 1952, bls. 27-
28.
62 Þór Whitehead: Kommúnistahret/fingin, bls. 11-12, 47-48, 64-66, 81-83. „Lýð-
veldi", bls. 165-66. Ófriður, bls. 195-200. Agnar Kofoed-Hansen, viðtal við höf-
und 11. maí 1977.
63 Baldur Guðlaugsson og Páll H. Jónsson: 30. nmrz, bls. 30-38.