Saga - 1991, Side 91
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
89
Ekki varð það heldur til að draga úr tortryggni á Sósíalistaflokkn-
um, að hann fagnaði ákaft hinni „lýðræðislegu" umbyltingu í Tékkó-
slóvakíu og Austur- Evrópu og skipaði sér þétt við hlið ráðstjórnar-
innar og alþjóðahreyfingar kommúnista. Petta kom skýrt fram í mál-
flutningi sósíalista og nánu samstarfi þeirra við „verkalýðsflokka",
ekki síst þá sem störfuðu „á svipuðum grundvelli og Sósíalistaflokk-
urinn".64 Með þessu var átt við „sameiningarflokka alþýðu", sem
kommúnistar höfðu neytt jafnaðarmannaflokka austantjalds til að
stofna með sér, áður en þeir hrifsuðu öll völd og gengu milli bols og
höfuðs á lýðræðisjafnaðarmönnum. Enginn vafi er á því, að Sósía-
listaflokkurinn setti sjálfan sig utan garðs á þessu skeiði líkt og
kommúnistaflokkarnir á meginlandinu. Sósíalistar töpuðu forystunni
í Alþýðusambandinu og Ólafi Thors ofbauð svo lofgjörð þeirra um
valdaránið í Tékkóslóvakíu, að hann taldi þá ekki lengur samstarfs-
hæfa í ríkisstjórn.65 Þetta styrkti nokkuð stöðu „Stefaníu" í bráð.
í mars 1948, stuttu eftir valdaránið í Tékkóslóvakíu, hittust þeir að
máli Bjarni Benediktsson, utanríkis- og dómsmálaráðherra, og Wil-
liam C. Trimble, sendifulltrúi Bandaríkjanna. Virðist þetta í fyrsta
sinn, sem þeir ræddu um öryggismál að marki, frá því að ríkisstjórnin
var mynduð 1947. Trimble segist hafa spurt, hvort Bjarni hefði ekki
áhyggjur af sovéska „trójuhestinum" á íslandi, þegar hann hugsaði til
þess, að lögregluþjónar í Reykjavík væru aðeins hundrað talsins.
Bjarni hefði ekki neitað því, enda hafði hann að sögn Trimbles spurt
sig eftir verkfall Dagsbrúnar 1947, hvort Bandaríkjamenn sætu hjá, ef
kommúnistar rændu hér völdum.66 Nú hafði Trimble það eftir Bjarna,
að hann hefði talið þjóðina andvíga því að stofna sérstakt lið til varnar
öryggi ríkisins. Nokkrir ungir flokksmenn sínir hefðu hins vegar
myndað varnarsveit, þegar mest gekk á vegna flugvallarsamningsins,
°g rétt væri að endurvekja hana. Trimble segist hafa talið lítið gagn í
óvopnaðri sjálfboðaliðssveit, þar sem kommúnistar hefðu eflaust
skotvopn undir höndum. Hafi hann því spurt Bjarna, hvort ekki væri
®skilegt „að kanna, hvort unnt væri að útvega [varnarsveitinni] riffla
frá bandarískum aðilum?" Bjarni sýnist ekkert hafa gefið út á það, en
64 Brynjólfur Bjarnason: Sósíalistaflokkurinn, bls. 3-4. Snorri Már Skúlason: „Afstaða
íslenskra sósíalista til Sovétríkjanna 1945-1953". BA-ritgerð í sagnfræði, HÍ1991.
65 Matthías Johannessen: Ólafur Thors II, bls. 81-82.
66 DSR 859A.50/9-147: Trimble til Marshalls, 1. sept. 1947.