Saga - 1991, Page 92
90
PÓR WHITEHEAD
sagst ætla að íhuga málið og ræða við Jóhann Hafstein, framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins.67 Við það sat. Bjarni virðist aldrei hafa vik-
ið að uppástungu Trimbles, þótt nú væru öryggismál æ oftar til
umræðu á milli Bandaríkjamanna og íslenskra ráðherra, eins og
starfsbræðra þeirra í Vestur-Evrópu.
Það var ekki einungis beygur við innlenda sovétvini, sem hélt ráð-
herrum við efnið. Þegar voraði, virtist hættan úr austri skyndilega
miklu áleitnari hér á landi. Út spurðist, að ókunnar herflugvélar
hefðu sést á lofti yfir Keflavíkurflugvelli, en Bandaríkjamenn virðast
hafa verið engu nær um uppruna þeirra en íslendingar. Þá steig hér
á land flokkur tékkneskra náttúruvísindamanna, sem ýfði í senn upp
óþægilegar endurminningar um þýska rannsóknarleiðangra fyrir
stríð og nýlegt valdarán í Tékkóslóvakíu. Um sama leyti birtist í fyrsta
sinn mikill floti sovéskra skipa úti fyrir Norðurlandi. Hóf flotinn að
veiða þar síld, sem íslendingar höfðu árangurslaust boðið ráðstjórn-
inni til kaups. Margar sögur spunnust um flotann. Byssustæði áttu
t.d. að hafa sést á skipum (ekki ótrúlegt svo stuttu eftir stríðið), dul-
arfullur samgangur átti að vera með flotanum, íslenskum kommún-
istum og tékkneska vísindaleiðangrinum (eflaust hreinn hugarburð-
ur), skipstjóri á einu síldarskipanna átti að hafa sagst með öllu óvanur
fiskveiðum, því að hann hefði starfað í sovéska sjóhernum (líklegt
vegna þess að sovéski veiði- og kaupskipaflotinn laut eins konar her-
stjórn ). Þetta sumar þóttust Austfirðingar verða varir við dularfulla
flugumferð, og getið var um sovéskar veiðiskútur á grunsamlegu
flakki þar eystra.68
Þegar litið er um öxl, er auðvelt að segja, að lítil eða engin ógn hafi
steðjað að landinu. En þannig horfðu mál ekki við ráðamönnum 1948.
Hætta virtist á stríði, en landið, sem allir vissu, að skipt hafði sköpum
um gang síðustu styrjaldar, var gjörsamlega óvarið. Aðeins átta árum
fyrr höfðu ráðamenn orðið að geta sér til um það, hvort þýskur eða
breskur innrásarfloti væri kominn til Reykjavíkur. Þessi stund leið
mönnum ekki úr huga á hættutímum kalda stríðsins 1948-51 fremur
67 DSR 859A.00/3-848: Trimble, minnisblað 3. mars 1948.
68 FO 371/71479: Baxter til Batemans, 29. júní 1948. GBB: Bjami Benediktsson, minn-
isblað [18. ágúst 1948]. DSR859A.7962/8-1848: Butrick tilJohnsD. Hickersons, 18.
ágúst 1948. IPR, 1948-801-842, Rv. Conf. File, box 10: Ragnar Stefánsson til
Butricks, 8. nóv. 1948. Butrick til Marshalls, 11. nóv. 1948.