Saga - 1991, Page 93
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
91
en minningin um þýskan herafla, sem ruddist fyrirvaralaust upp úr
kaupskipum í höfnum Danmerkur og Noregs og lagði löndin undir
sig með drjúgri hjálp innlendra kvislinga að því er haft var fyrir satt.
Hvað var nú á seyði hér á landi? íslenskum ráðamönnum og er-
lendum stjórnarerindrekum virtist sem atvik gætu hnigið að niður-
stöðu, sem var eitthvað á þessa leið: Ráðstjórnin var í óða önn að
kanna hér aðstæður til hernaðar á landi, sjó og í lofti. Skylli á stríð,
kynni rauði herinn að ráðast á landið með því að beita sovéska síldar-
flotanum og langdrægum flugvélum ellegar reiða sig á annað tveggja.
Hörðustu sovétvinir Sósíalistaflokksins kynnu að vera reiðubúnir til
að opna árásarhernum leið inn í landið, einkum með því að taka á sitt
vald flugvellina í Keflavík og Reykjavík.69
Leitin að öryggi
Keflavikursamningurinn átti að vera landinu vörn, en dugði hann til,
eins og nú var komið? Þannig spurðu ráðamenn sig, og vaxandi efi
settist að þeim. Nýr sendiherra Bandaríkjanna, Richard P. Butrick,
varð áskynja um þessar efasemdir í kvöldveislu hjá norskum starfs-
bróður sínum í maí 1948. Þar hitti hann Stefán Jóh. Stefánsson for-
sætisráðherra og segir, að ráðherrann hafi spurt, hvort hugsanlegt
væri að gera leynisamning á milli æðstu ráðamanna, um að Banda-
nkjamenn veittu Keflavíkurflugvelli vernd í neyð. Ógjörlegt væri að
*eggja slíkan samning fyrir Alþingi og jafnvel ekki fyrir ríkisstjórnina.
Butrick segist hafa dregið mjög í efa, að unnt væri að standa svo að
málum.70
Fyrirspurn Stefáns í kvöldverðinum var óyfirveguð og á hans
ábyrgð. Hún sýndi samt, að ótti ráðamanna við að hreyfa öryggismál-
unum eftir endalok herstöðvamálsins 1945-46 var enn sterkari en
áhyggjur þeirra af varnarleysinu. Fyrir þessu fundu Bandaríkjamenn
aftur sumarið 1948, þegar þeir æsktu leyfis til að lengja flugbrautir í
Keflavík undir fölsku yfirskini. Ráðherra grunaði, að þetta væri liður
1 undirbúningi bandaríska flughersins fyrir kjarnorkustríð og neituðu
að leyfa framkvæmdina. Bandaríkjamenn þrýstu ákaft á stjórnina og
® Sömu heimildir.
0 DSR 859A.00/5-1248: Butrick, minnisblað 11. maí 1948.