Saga - 1991, Qupperneq 94
92
ÞÓR WHITEHEAD
drógu jafnvel að veita henni fjárhagshjálp til að knýja fram kröfu
sína. Var þetta í fyrsta og eina skiptið að séð verður, að Bandaríkja-
menn hafi beitt Marshallhjálpinni til þvingana, enda töldu þeir sig
eiga gríðarmikið undir flugbrautalengingunni. Af ákefð þeirra að
dæma kunni að vera skammt í styrjöld og Bandaríkjaher að búast til
að nota landið, eins og honum sýndist, m.a. til kjarnorkuárása á Ráð-
stjórnarríkin.71 Þetta herti enn frekar á ráðherrum að kanna viðhorf í
öryggismálum.
í ágúst 1948 Ieitaði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra einu
sinni sem oftar eftir mati Butricks sendiherra á stríðshættunni. Sendi-
herrann taldi hættuna ekki bráða, en þó allnokkra og afhenti Bjarna
bandaríska skýrslu um Sósíalistaflokkinn. Þar var ekkert til að styðja
viðvaranir Butricks um hugsanlegt valdarán sósíalista umfram það,
sem ráðherrann þóttist þegar vita. Fyrir Bjarna vakti einkum að kom-
ast að því, hvað Bandaríkjaher hygðist fyrir, ef í harðbakka slægi hér
eða á meginlandi Evrópu. Hann tók fram, að íslensk stjórnvöld hefðu
aldrei leyft að Bandaríkjamenn mættu nota aðstöðu sína samkvæmt
Keflavíkursamningnum til hernaðar í styrjöld. Um þetta yrði að
semja, en „öllum væri ljóst, að ef til ófriðar drægi eða ef sérstök stríðs-
hætta væri talin, mundu Bandaríkjamenn sjálfsagt, án alls tilverknað-
ar íslendinga, haga ferðum sínum til Þýskalands . . . þannig að ætíð
væri nokkur [flugjfloti staddur á íslandi." Hér kom það greinilega
fram, hvernig íslenskir ráðamenn hugsuðu sér að Keflavíkursamn-
ingurinn gæti orðið landinu vörn í stríði.72
Butrick gat ekki svarað því, hvað Bandaríkjastjórn ætlaðist hér fyrir
á hættutímum. Því miður væri ekki víst, eins og Bjarni þættist geta
fullyrt, að Bandaríkjaher hlyti að verða á undan Rússum hingað sök-
um aðstöðu í Keflavík:
Væri það . . . mjög undir veðri komið vegna þess, að flugher
Bandaríkjamanna kynni að vera kyrrsettur vegna veðurs vest-
an við Atlantshafið og meðan kæmu Rússar hingað . . . en um
hættuna að öðru leyti væri hann ekki maður til að segja . . •
Grunur manna væri sá, þótt það væri ekki örugg vissa, að
Rússar hefðu flugvöll í Spitzbergen [Svalbarða] og eins hefðu
71 GBB: Bjarni Benediktsson, minnisblöö [10. ágúst, 26. ágúst 1948].
72 GBB: Bjarni Benediktsson, minnisblað [18. ágúst 1948]. Butrick til Hickersons, 18.
ágúst 1948, FRUS 1948, III, bls. 721-22.