Saga - 1991, Page 95
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
93
þeir aðstöðu norðarlega í Finnlandi. . . Þeir væru því alls ekki
jafnlangt undan eins og við e.t.v. vildum vera láta.
Héldi síldarflotinn sovéski sig ekki enn við landsteina?73
Þetta samtal efldi ekki dvínandi traust ráðherra á varnargildi Kefla-
víkursamningsins. Ef kapphlaup hæfist hingað í stríði, virtist enginn
geta fullyrt, hver ynni það. í þessu nýja ljósi hóf ríkisstjórnin að ræða,
hvort tímabært væri að semja við Bandaríkjastjórn „um aðstoð, ef til
ófriðar kæmi og hverjar kröfur íslendingar mundu gera á hendur
Bandaríkjunum í því sambandi."74 Það þurfti ekki aðeins að tryggja
landið betur gegn óvininum úr austri. íslendingar þurftu einnig að
reyna að hafa einhvern hemil á vinunum í vestri. Ríkisstjórnin vissi,
að þeir ætluðu að senda hingað her í stríði, hvað sem Rússar gerðu og
hvort sem herinn væri boðinn eða óboðinn. Ef stríð var óhjákvæmi-
legt, kunni því að vera hagkvæmast að gera varnarsamning við
Bandaríkjamenn innan tíðar, ella stigju þeir hér á land, þegar þeim
þóknaðist og færu sínu fram óbundnir af óskum og hagsmunum
landsmanna. Krafa Bandaríkjamanna um flugbrautalengingu minnti
óþyrmilega á það, að ísland gæti orðið austasta útvirki þeirra í
Evrópu í heimsstyrjöldinni þriðju. Það jók líkur á árás Rússa, einkum
þegar hugsað var til kjarnorkuflugflotans bandaríska, sem sam-
kvæmt bandarískum blaðafregnum var það eitt að vanbúnaði til að
heyja stríð að fá lengdar flugbrautir á fslandi og í Bretlandi.75
Ríkisstjórnin hugsaði ráð sitt, ákvað að fresta samningaumleitun-
um um varnir, en leyfa lengingu einnar flugbrautar í Keflavík.71’
Bjarni Benediktsson ítrekaði við Bandaríkjamenn, að þetta gerði
stjórnin hálfnauðug og „sterk andstaða" væri gegn því að ísland yrði
notað til árása á Rússland. Bjarni og Eysteinn Jónsson menntamála-
ráðherra héldu því einnig fram við Bandaríkjamenn, að lengingin
kallaði aukna hættu yfir landið. Því væri maklegt, að þeir hétu stjórn-
mni á laun að greiða stríðstjón.77
E’egar haustaði, hvarf síldarflotinn sovéski til síns heima, en ófrið-
^3 GBB: Bjarni Benediktsson, minnisblað [18. ágúst 1948].
4 GBB: Bjarni Benediktsson, frásögn [24. ágúst 1948].
5 GBB: Bjarni Benediktsson, minnisblað [18. ágúst 1948]. Frásögn [26. ágúst 1948].
6 GBB: Bjarni Benediktsson, frásögn [24. ágúst 1948].
77 DSR 859A.7962/10-848: Butrick til Benjamins M. Hulleys, 8. okt. 1948. 7962/9-17:
Butrick til Hulleys, 17. sept. 1948. GBB: Bjarni Benediktsson, minnisblað [8. okt.