Saga - 1991, Page 96
94
PÓR WHITEHEAD
arblikur héldust á lofti. Fulltrúi leyniþjónustu danska flotans kvaddi
dyra hjá Bjarna Benediktssyni dómsmálaráðherra og flutti honum
viðvörunarorð:
Hann sagði það hafa vakið mikla athygli hjá Dönum, að mörg
og stór rússnesk flutningaskip hefðu farið út úr Eystrasalti að
undanförnu . . . og ekki komið inn í Eystrasalt aftur. Þar á
meðal mörg stór skip með flotdokkir og annað slíkt. Með
þessu hefði verið fylgst norður með Noregsströndum og hefði
auðsjáanlega farið til norlægu hafnanna í Rússlandi. Annað
hefði horfið gersamlega eins og t.d. fimm kafbátar. . . Hvort
heldur væri, að menn vissu af þessum skipum nú við norður-
hafnir Rússlands eða væri ókunnugt um verustað þeirra, benti
hvort tveggja til, að [í] undirbúningi væri um langan tíma að
koma upp basis þar norðurfrá, sem hægt væri að nota til flutn-
inga og á einhvern ókunnan eða óákveðinn stað, ef mikið
þætti við liggja.
Þessar grunsemdir þættu Dönum svo ískyggilegar, að þeir
teldu rétt að láta íslendinga vita, sérstaklega af því að málið
gæti haft mikla þýðingu fyrir ísland.
Danir vildu einnig greina frá því, að tékkneski vísindaleiðangurinn,
sem ferðaðist um ísland, hefði verið í njósnaerindum, enda neitað
um fararleyfi til Grænlands. Þar að auki starfaði hér að öllum líkind-
um njósnahringur kommúnista (m.a. danskra), sem hefði sendi-
stöðvar, er nota mætti „ef sérstakir atburðir bæru að höndum".78
Nokkru fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldar hafði danska öryggis-
lögreglan veitt íslendingum vísbendingar um starfsemi þýsku leyni-
þjónustunnar á Islandi.79 Nú var engu líkara en sagan væri að endur-
taka sig. Ráðamenn höfðu fulla ástæðu til að taka upplýsingar dönsku
flotaleyniþjónustunnar trúanlegar. Þær hlutu að styrkja grunsemdir
manna um, að ráðstjórnin væri að undirbúa skyndiárás á ísland í
stríði með hjálp „fimmtu herdeildar".
Eitt er að ráðgera, annað að framkvæma. Ríkisstjórnin velti því enn
fyrir sér, „hvort Rússar teldu þetta [árás] borga sig vegna þess,
hversu erfitt væri fyrir þá að halda landinu." Ráðherrar komu sér
sýnilega ekki saman um neitt svar við þessari spurningu.
78 GBB: Bjarni Benediktsson, frásögn [27. okt. 1948].
79 Þór Whitehead: Ófriður, bls. 160-69.