Saga - 1991, Side 98
96
PÓR WHITEHEAD
ast yfirvofandi hættu benti Butrick á ýmis ráð. Hreinsunarskip breska
flotans í Hvalfirði mætti t.d. manna vetrarlangt með áhöfn, sem þjálf-
uð væri til að ráðast á land og bæla niður óeirðir. Stofna mætti farand-
varnarlið, sem skipað væri 3-4 flokkum æfðra hermanna, sem fluttir
væru á nokkurra daga fresti til og frá Keflavíkurflugvelli, svo að á
engu bæri. Orrustuflugvélar mætti hafa til reiðu í flugbækistöðinni í
Narssarssuaq á suðvestur Grænlandi. Loks mætti ráða varaliðsmenn
úr hernum til starfa í birgðadeild Keflavíkurflugvallar og láta þá leyna
þar vopnum. Þessi kostur væri þó heldur ófýsilegur.81
Þótt lítið yrði úr hugmyndum Butricks, voru bandarískir herfor-
ingjar ekki jafnandvaralausir og sendiherrann ætlaði. í ágúst hafði
utanríkisráðuneytið í Washington óðar tilkynnt James Forrestal varn-
armálaráðherra, að Bjarni Benediktsson hefði gefið Butrick „vel-
grundaða vísbendingu" um það, hvernig nota mætti flugvallarsamn-
inginn til að verja landið „á neyðartímum". Ekki væru „neinar líkur á
því að unnt væri að afla ótvíræðari orðsendingar eða skuldbindingar
[um varnarmál] frá íslendingum um þessar mundir."82 Fram að þessu
virðast herforingjar engar áætlanir hafa gert um viðbrögð gegn valda-
ráni eða hertöku íslands, áður en styrjöld hæfist. Skýrsla Butricks ýtti
nú við yfirherforingjaráðinu, og í ársbyrjun 1949 var það að láta setja
saman áætlun um viðbrögð. Var hún sniðin eftir „leiðbeiningu"
Bjarna, eins og utanríkisráðuneytið bandaríska hafði augsýnilega ætl-
ast til.83 Af þessu sést, að íslenskir ráðherrar hugsuðu fyrir því á und-
an bandarískum herforingjum, hvernig nota mætti Keflavíkursamn-
inginn til varnar landinu.
Atlantshafsbandalng - von um vörn
Meðan þessu fór fram, staðfesti Butrick við Bjarna Benediktsson 7.
desember 1948, að ríkin sjö, sem ræddu stofnun varnarbandalags,
vildu bjóða íslendingum þátttöku.84 Ríkisstjórnin var, eins og gefur
að skilja, ekki óviðbúin að taka á þessu máli. Innganga í væntanlegt
81 IPR, 1948-801-842 Rv. Leg., Conf. File, box 10: Butrick til Marshalls, 11. nóv. 1948.
82 Charles E. Bohlen til James Forrestals, 10. sept. 1948, FRUS 1948, III, bls. 722.
83 MMB, Records of the Office of the Secretary of Defense, Ad. Secr. Corr. Con. Sec.
Num. File CD 29-28: Omar N. Bradley til Forrestals, minnisblað 7. febr. 1949.
84 GBB: Bjarni Benediktsson, minnisblað [7. des. 1948].