Saga - 1991, Side 100
98
ÞÓR WHITEHEAD
greiða, heldur eingöngu út frá því, hvað við teldum fslandi
sjálfu nauðsynlegt.
Ég tel ekki neinn vafa, að það mundi verka mjög illa hér, og
e.t.v. verða til þess að gera allt óframkvæmanlegt, ef fslend-
ingum væri sett einhvers konar ultimatum [úrslitakostir um
inngöngu] og þeir hefðu sjálfir engin áhrif á hvernig þessu
væri fyrir komið að öðru leyti en því, að þeir mættu samþykkja
eða neita um þátttöku. Þess vegna er um að gera að fara nú
sem lipurlegast að og hafa málið í því formi, að líklegt sé að
það geti náð fylgi hér. Kommúnistar hafa þegar hafið herferð á
móti þessu. . . Veit enginn hverju þeir fá áorkað, einkanlega
ef illa verður á málinu haldið, og í baráttunni eigum við auðvit-
að erfiðara í upphafi, þar sem við getum ekki ákveðið sagt fyrir
hverju við erum að berjast. . . Kommúnistar geta vitnað til
gamalla fordóma og þess, sem allir vildu auðvitað helst í sjálfu
sér, að menn fengi að vera í friði. . .
Vert er að geta þess, að í gær hreyfði Eysteinn því við mig og
Stefán Jóhann, að e.t.v. væri rétt að fá þrjá menn til að fara til
London og Washington og ræða við stjórnvöld þar um þetta
sem allra fyrst. . . En úr því vaknaði auðvitað spurningin,
hverju íslendingar eiga að halda fram, en um það er ég sem
sagt ekki reiðubúinn til að taka ákvörðun fyrr en ég veit nánar,
hvað á að felast í þessu bandalagi í heild, hvers skjóls þaðan er
líklegt að vænta. Aðalatriðið fyrir mér er það, að núverandi
ástand sé alltof hættusamt og hafa verði samvinnu og samráð
við aðra um að bæta úr því á þann veg sem aðgengilegur sé
fyrir okkur.85
Af þessu má ráða, að Eysteinn Jónsson, menntamálaráðherra og vara-
formaður Framsóknarflokksins, hafði staðið fastast gegn því, að
stjórnin leitaði samninga um öryggismál við Bandaríkjastjórn frá
sumri 1948. Framsóknarmenn voru vissulega áhyggjufullir, en efa-
semdir þeirra um, að Rússar gætu séð sér hag í því að ráðast á landið,
höfðu sennilega valdið mestu um aðgerðaleysi stjórnarinnar. Þetta
hafði Bjarni Benediktsson gefið í skyn við Butrick án þess að nefna,
hverjir efasemdarmennirnir væru (sjá bls. 93). Hermann Jónasson, for-
maður Framsóknarflokksins, var meðal þeirra, sem taldi öllu óhætt
85 GTT: Bjarni Benediktsson til Thors Thors, 16. des. 1948.