Saga - 1991, Side 101
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
99
uns stríð hæfist, vegna yfirráða Vesturveldanna á hafinu. Ýmsir fram-
sóknarmenn voru ekki heldur frá því, að bandarísk herstöð gæti
beinlínis aukið á árásarhættuna, eins og sósíalistar og þjóðvarnar-
menn héldu frarn.86 Nú þóttist Eysteinn Jónsson sjá, ekkert síður en
hinir ráðherrarnir, að innganga í væntanlegt varnarbandalag gæti
verið lausnin, sem stjórnin hafði leitað að í öryggismálum um mán-
aðaskeið. En það væri frágangssök, ef væntanleg stofnríki krefðust
herstöðva í landinu, meðan friður héldist. Vorið 1946 hafði Fram-
sóknarflokkurinn, fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka, ályktað að Is-
landi bæri að vinna með Bandaríkjamönnum og Bretum í öryggismál-
um, en „án þess að erlendur her dvelji í landinu".87 Pessi síðari liður
ályktunarinnar, eins og samsvarandi yfirlýsingar hinna stjórnarflokk-
anria, höfðu verið svar flokkanna við baráttu sósíalista og banda-
manna þeirra, þegar íslendingar voru að ganga til fyrstu alþingis-
kosninga í sögu lýðveldisins. Vafalaust höfðu þessar yfirlýsingar átt
talsverðan þátt í því að halda aftur af ríkisstjórninni sumarið 1948,
ekki síst framsóknarráðherrum. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins
töldu landið í bráðari hættu, og efuðust því að sama skapi meira um
það en framsóknarmenn, hvort yfirlýsingar flokkanna frá 1946 stæð-
ust lengur. Hér örlaði á vanda, sem mjög átti eftir að setja svip sinn á
deilur um öryggismál næstu áratugina: Hvernig skulu „friðartímar"
skilgreindir? Ekkert liggur fyrir um það, að sjálfstæðismenn hafi beint
mælst til þess, að samið yrði um hervernd.88 En það var kostur, sem
þeir höfðu sýnilega velt fyrir sér um sumarið og vildu ekki hafna fyrir-
fram, ef það sannaðist, að hervarnir væru algjör nauðsyn og inn-
gönguskilyrði í Atlantshafsbandalagið. Ólafur Thors sagðist t.d.
aldrei geta fellt sig „við fjölmennan her á friðartímum, þá myndi ég
fremur kjósa einhverja fámenna sveit en hjásetu."84 Alþýðuflokksfor-
ystan virðist hafa hallast í svipaða átt og sjálfstæðismenn.
Það var ekki einungis misjafnt mat á árásarhættu, sem skildi með
ráðherrum. í Framsóknarflokknum var meiri ágreiningur um örygg-
ismál en í hinum stjórnarflokkunum. Pegar til kastanna kom, hafði
gamla hlutleysisstefnan átt sterkari ítök í forystusveit og kjósendaliði
Baldur Guðlaugsson og Páll H. Jónsson: 30. marz, bls. 64-65.
87 f’órarinn Þórarinsson: Sókn og sigrar II, bls. 147.
88 Baldur Guðlaugsson og Páll H. Jónsson: 30. marz, bls. 86.
89 Matthías Johannessen: Ólafur Tliors II, bls. 97-98.