Saga - 1991, Page 102
100
ÞÓR WHITEHEAD
Framsóknarflokksins. Flokksformaðurinn, Hermann Jónasson, og
meirihluti framsóknarþingmanna hafði sem fyrr segir greitt atkvæði
gegn Keflavíkursamningnum. Eins hafði Hermann viljað setja
strangari fyrirvara á síðustu stundu um þátttöku í Marshallhjálpinni.
Þetta hefði getað tafið brýna aðild Islands að hjálpinni, en ráðherrar
flokksins neituðu að fara að kröfum Hermanns og stuðningsmanna
hans, sem forsætisráðherrra taldi að venju sýna „hik og hálfvelgju" í
samskiptum við vestrænar þjóðir.90 Þótt afstaða sósíalista í alþjóða-
málum hafi nú verið farin að ganga fram af Hermanni, eins og Ólafi
Thors, stefndi hann enn að „vinstri stjórn" með stuðningi þeirra eða
hlutleysi. Hann krafðist þess að vísu í áheyrn flokksbræðra, að Sós-
íalistaflokkurinn bætti áður ráð sitt, en varð sjálfur að gæta þess að
styggja ekki flokkinn í öryggismálum.91
Samsteypustjórn fer sjaldnast lengra í mikilvægum málum en sá
stjórnarflokkurinn, sem skemmst vill fara. Afstaða „Stefaníu" til her-
verndar og Atlantshafsbandalags hlaut því mjög að ráðast af stefnu
framsóknarmanna. Allir urðu stjórnarflokkarnir líka að taka mið af
viðhorfi kjósenda, eins og Bjarni Benediktsson minntist á við Thor
Thors. Þótt rauða hættan sýndistaugljósari en 1945-46, urðu ráðherr-
ar að kunna sér takmörk, því að málið var eldfimt. Hatrammt andóf
gegn herstöðvabeiðninni og Keflavíkursamningnum 1945-46 sýndi,
hvers andstæðingarnir voru megnugir. Eitt var víst, að ráðherrar ætl-
uðu sér ekki að standa í sporum Ólafs Thors og taka við skilmálum úr
hendi Vesturveldanna, sem þeir gátu hvorki samþykkt einróma né
varið gagnvart þjóðinni. Að öllum þessum þáttum urðu ráðherrar að
gæta í svari sínu til sjöveldanna.
„Sérstaða“ íslands mörkuð
Ekki stóð á svarinu. Það fólst í þremur meginatriðum, sem stjórnin
taldi að hún yrði að hafa á hreinu, áður en lengra væri haldið: Sjöveld-
in yrðu að ráðgast við stjórnina, áður en íslendingum yrði formlega
boðin innganga í varnarbandalagið. Þá þyrfti helst að liggja fyrir, að
Danir og Norðmenn ætluðu að ganga í bandalagið. (Þetta taldi stjórn-
90 Stefán Jóh. Stefánsson: Miimingar Slcfáns Jóhanns Stefánssonar II. Rv. 1967, bls. 38-
40.
91 Þórarinn Þórarinsson: Sókn og sigrar II, bls. 158-60, 182, 187-88.