Saga - 1991, Síða 103
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSl 1945-1949
101
in ekki aðeins ákjósanlegt vegna framtíðartengsla við frændþjóðirnar
heldur einnig til að hrekja þá fullyrðingu, að bandalagið væri tæki
bandarískrar árásar- og yfirráðastefnu.) Sjöveldin yrðu að sætta sig
við það, að íslendingar ætluðu hvorki að hervæðast né leyfa banda-
ríska „herstöð á íslandi, það mál hefði verið útkljáð 1946, en aðild
Islands að almennum [varnarjsáttmála væri annað mál".92
Þessi skilaboð voru sjöveldunum hvatning til að spyrjast fyrir um
það í ársbyrjun 1949, hvort íslendingar vildu taka þátt í stofnun vænt-
anlegs bandalags og semja sáttmála þess.93 Ríkisstjórnin treysti sér að
vonum ekki til að svara þessari spurningu, meðan sjöveldin höfðu
enn ekkert sagt um þau meginatriði, sem hún taldi ráða úrslitum um
þátttöku. Fyrst þyrftu ríkin sjö að skýra, hvernig varnarsáttmálinn
//Styrkti öryggi íslands og einnig hvaða skyldur fælust í honum", eins
og sagði í orðsendingu stjórnarinnar. Ræða þyrfti þessi mál í kyrrþey
við fulltrúa bandarísku og bresku stjórnarinnar og ráðgast við Dani
og Norðmenn, sem voru að þinga með Svíum um stofnun norræns
varnarbandalags.94 Bjarni Benediktsson sagði Butrick sendiherra,
hvað fyrir ráðherrum vekti:
Ætlunin með þessari orðsendingu væri ekki að aftaka urn þátt-
töku í þessu bandalagi heldur að opna dyrnar fyrir umræðum
um það en með þeirri varúð, að íslendingar tækju engar skuld-
bindingar á sig fyrr heldur en þeir jafnóðum vissu hvað í þeim
fælist. Staða íslands væri líka sérstæð vegna þess að við hefð-
um beyg af að hafa hér erlendan her á friðartímum, en þá
kæmi hitt, hvort þá væri nokkuð öryggi í þessurn samningi, ef
engar varnir ættu sér stað. Allt þetta yrði að meta, en þó væri
sú skoðun ákaflega rík, bæði hjá fylgjendum ríkisstjórnarinnar
og stjórninni sjálfri, að það væri of dýru verði keypt að láta
hermenn dvelja hér á friðartímum . . ,95
Lipurlega skyldi á málum haldið.
Ekki að furða, því að nú stóðu yfir hatrömmustu stjórnmáladeilur í
sógu íslenska lýðveldisins. Þær höfðu hafist með andmælaræðu, sem
92 Butrick til Marshalls, 11. des. 1948, FRUS 1948, III, bls. 315.
93 GBB: Butrick, minnisblað til forsætis- og utanríkisráðherra Islands, 5. jan. 1949.
Bjarni Benediktsson, minnisblað [sama dagj.
4 GBB: Orðsending lesin upp fyrir Butrick 12. jan. 1949.
GBB: Bjarni Benediktsson, minnisblað [12. jan. 1949]. Sjá einnig Butrick til Deans
Achesons, sama dag, FRUS 1949, IV, bls. 20.