Saga - 1991, Page 105
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
103
Þótt stjórnarliðar tækju svari væntanlegs Atlantshafsbandalags,
treystu þeir sér enn ekki til að taka af skarið um það, hvort Island ætti
þar heima.% Þetta veikti málflutning þeirra og efldi stuðning við þjóð-
varnarhreyfinguna meðal fylgismanna Alþýðu- og Framsóknar-
flokks, eins og Bjarni Benediktsson varaði Bandaríkjamenn við. Enn
einu sinni væri ríkisstjórnin líka komin á heljarþröm vegna illdeilna
um efnahagsmál.1'7
Bandaríkjastjórn leist ekki á blikuna. Dcan Achesott, nýr utanríkis-
ráðherra, flýtti sér að senda þennan einstæða boðskap til stjórnarinn-
ar til að styrkja vígstöðu hennar: „Við viljum svo sannarlega ekki
halda úti her á íslandi og værum einungis reiðubúnir að senda hann
þangað, ef brýnasta nauðsyn krefði." Ljóst væri, að ríkisstjórn
íslands vildi tryggja öryggi landsins án setuliðs, og það væri „ná-
kvæmlega okkar skoðun á þessu vandamáli". Atlantshafsbandalagið
væri stofnað til að samræma varnaráætlanir þátttökuríkja á neyðar-
tímum, og þar lægi lausnin á vanda íslendinga.98
Bandaríkjastjórn hafði að sjálfsögðu ekki misst áhuga á herstöðv-
um á íslandi. Undir niðri blundaði von um það, að íslendingar létu
fyrr eða síðar af andstöðu sinni við hervernd, ef þeir kæmust í nánari
félagsskap við aðrar vestrænar þjóðir. Að minnsta kosti yrðu þeir til-
leiðanlegri til að „samþykkja raunhæfari ráðstafanir til varnar eigin
landi, einkum Keflavíkurflugvelli."99 Boðskapur Achesons var því
klókindabragð. Bandaríkjastjórn var að greiða fyrir inngöngu íslend-
*nga í Atlantshafsbandalagið. Þess vegna taldi hún líka mjög mikil-
vægt, að Noregur og Danmörk slægjust í hóp sjöveldanna. Þessi lönd
hefðu nokkurt hernaðargildi, en mest væri um vert, að þátttaka þeirra
í bandalaginu greiddi fyrir aðild íslands.100 Eyjan sú skipti sköpum
fyrir vígstöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á sjó og
landi.
Þótt mikið lægi við, stilltu Bandaríkjamenn sig um að þrýsta á
íslendinga. Reynslan af herstöðvabeiðninni 1945 var þeim augljós-
96 Baldur Guðlaugsson og Páll H. Jónsson: 30. marz, bls. 51-64, 87-88, 118-20.
97 DSR 859A.00/1-1549: Butrick til Achesons, 15. des. 1948.
98 Acheson til Butricks, 27. jan. 1949, FRUS 1949, IV, bls. 50.
99 Policy Statement of the Department of State, FRUS 1949, IV, bls. 694-702.
f00 Geir Lundestad: America, Scandinavia and thc Cold War 1945-1949. Oslo 1980, bls.
309, 321, 345.