Saga - 1991, Page 106
104
ÞÓR WHITEHEAD
lega enn víti til varnaðar. Miklu vænlegra til árangurs var að styðja
íslensku ríkisstjórnina á göngu hennar inn í bandalagið en reyna að
hrinda henni áfram, svo völt sem hún var. í Washington hljóta menn
ennfremur að hafa átt auðveldara með að sitja á sér vegna þess, að
Butrick sendiherra hafði sannfærst um það í upphafi, að íslendingar
gengju í Atlantshafsbandalagið, ef skilyrðum stjórnarinnar yrði full-
nægt.11" Meðan búið var í haginn fyrir þetta, vissu Bandaríkjamenn,
að ótímabært væri að krefjast svara við því, hvort íslendingar ætluðu
að taka þátt í bandalagsstofnun. Þótt stofnunin væri komin á góðan
rekspöl um miðjan febrúar 1949, fékk Thor Thors þau skilaboð í
bandaríska utanríkisráðuneytinu, að íslendingum „lægi ekkert á".
Bandaríkjastjórn skildi mætavel að þeir vildu doka við og sjá, hvað
norrænu frændþjóðirnar gerðu.102* *
Norðurlandaþjóðir ræða um bandalag
Allt frá því að þátttaka í Atlantshafsbandalaginu kom hér til álita í
desember 1948, hafði ríkisstjórn íslands ráðgast við stjórnir Dan-
merkur og Noregs eftir mörgum leiðum. Hafði þá komið sér vel sem
oftar náið samband forsætisráðherra við leiðtoga jafnaðarmanna á
Norðurlöndum.103 Fá þurfti úr því skorið, hvort Danir og Norðmenn
ætluðu að stofna bandalag til varnar gegn Sovétríkjunum með Svíum
eða ganga í Atlantshafsbandalag, e.t.v. í fylgd íslendinga. Á norræn-
um ráðherrafundi í Osló í janúarlok 1949 kom í ljós, að ágreiningur
frændþjóðanna var illleysanlegur. Norðmenn vildu, að norræna
varnarbandalagið sækti vopn sín mjög til Bandaríkjanna og hverju
aðildarríki yrði frjálst að ganga í Atlantshafsbandalagið, sem væri
nauðsynlegur bakhjarl Norðurlanda. Svíar kusu hlutleysi, en vildu
treysta á sjálfkrafa liðsinni Atlantshafsbandalagsins, ef rauði herinn
réðist á ríkin þrjú. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fór til Osló-
101 FO 371/71479: Baxter til Batemans, 8. des. 1948. Butrick til Achesons, 8. febr.
1949, FRUS 1949, IV, bls. 68.
102 GTT: ThorThors til Ólafs Thors, 18. febr. 1949.
* Sjá aftanmálsgrein 4.
103 Stefán Jóh. Stefánsson: Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar II, bls. 37-50. GBB:
Bjarni Benediktsson, minnisblað um samtal við sendiherra Norðmanna [12. jan.
1949).