Saga - 1991, Qupperneq 107
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
105
ar til að fylgjast með umræðum norrænu ráðherranna, en Svíar höfn-
uðu uppástungu Norðmanna um, að hann fengi að sitja fundinn. Það
var eðlilegt, því að Svíar hefðu aldrei getað samþykkt, að norrænt
varnarbandalag tæki ábyrgð á öryggi íslands hvað þá að íslendingar
fengju að ganga í bandalagið. Röksemdir þeirra liggja í augum uppi:
Norrænu ríkin þrjú ættu kappnóg með að verja sig sjálf, ísland væri
langt utan við varnarlínu þeirra, en á miðju lífshagsmunasvæði
Atlantshafsveldanna, sem hlytu að hernema landið í stríði til varnar
og sóknar. Þátttaka íslands í norræna varnarbandalaginu (sem eng-
inn gerði í alvöru ráð fyrir) kom því aðeins til mála, ef það yrði stofn-
að eftir tillögu Norðmanna, sem Svíar gátu ekki samþykkt.104 Hug-
myndin um norrænt varnarbandalag var naumast raunhæf, eins og
Norðmenn gerðu upp við sig í febrúar 1949, þegar Bandaríkjastjórn
kvaðst ætla að láta bandamenn sína í Evrópu ganga fyrir um vopn.
Eftir það gat hver Norðurlandaþjóð farið sína leið, en Bjarna Bene-
diktssyni virtust Norðmenn og Danir reyndar ekkert sérlega áhuga-
samir um samfylgd íslendinga.103
Dregur nær ákvörðun
Snemma í mars 1949 höfðu Norðmenn bæst í hóp sjöveldanna, sem
unnu að stofnun Atlantshafsbandalags í Washington. Danir ætluðu
að fylgja fordæmi þeirra. Á íslandi hafði óvissan um þátttöku í banda-
laginu aukist um tíma, þannig að í febrúar höfðu þeir Bjarni Bene-
diktsson og Ólafur Thors efast um, hvort nokkuð yrði úr henni,
a-m.k. að sinni. Harðnandi andstaða og átök í Framsóknarflokknum
ollu þessu, en í febrúarlok varð miðstjórn flokksins nánast einhuga
um bandalagsaðild, ef gengið yrði að skilmálum um herlaust land á
friðartímum.106
Hinn 8. mars 1949 lá fyrir uppkast að Atlantshafssáttmálanum, en
Eirta átti tilkynningu um efni og aðildarríki hinn 15. mars. Banda-
D4 „Um norrænt varnarbandalag", frásögn Bjarna Benediktssonar 1949, Morgunblað-
ið, 4. apríl 1979. Magne Skodvin: Norden eller Nato? Oslo 1971, bls. 284-87. Geir
Lundestad: America, Scandinavia, bls. 295-328.
5 Sömu heimildir: Geir Lundestad og frásögn Bjarna Benediktssonar.
106 Matthías Johannessen: Ólafur Thors II, bls. 98-99. Butrick til Achesons, 8. febr.
1949, FRUS 1949,IV, bls. 68. Þórarinn Þórarinsson: Sókn og sigrar II, bls. 194-95.