Saga - 1991, Side 108
106
ÞÓR WHITEHEAD
ríkjastjórn sneri sér því í þriðja sinn til ríkisstjórnar íslands og spurði,
hvort hún vildi nú þiggja boð um að reka smiðshögg á sáttmálann
með ríkjunum átta og undirrita lokatexta, væntanlega 4. apríl. Á
meðan væri íslendingum velkomið að senda fulltrúa til viðræðna í
Washington, eins og stjórnin hefði orðað í janúar.107
Nú var að hrökkva eða stökkva, aðeins vika til stefnu. Bandaríkja-
stjórn hvatti til þess, að íslendingar tækju þátt í sjálfri stofnun banda-
lagsins, en ráðherrum þótti tíminn „nokkuð stuttur". Tveiraf þremur
fyrirvörum stjórnarinnar fyrir þátttöku virtust þó á góðri leið með að
ná fram að ganga: Bandaríkjamenn höfðu afneitað herstöðvum á
friðartímum, og Norðmenn og Danir ætluðu í bandalagið. Þriðji fyrir-
varinn var á þá leið, að sannfærandi rök yrðu að fást fyrir því, að
öryggi íslands væri betur borgið innan Atlantshafsbandalagsins en
utan þess, þótt her yrði enginn í Iandinu á friðartímum. Leit að þess-
um rökum var brýnasta erindið, sem ríkisstjórnin átti við menn í
Washington, en auk þess þurfti fullnægjandi staðfestingu á því, að
ekki yrði krafist hér herstöðva nema í styrjöld. Augljóslega var þriðji
fyrirvarinn einkum miðaður við efasemdarmenn í Framsóknarflokkn-
um. Bjarni Benediktsson hafði frá upphafi verið fullviss um að „mikill
vinningur væri að gera [Atlantshafsjsamninginn, þó að ekki væri
mikið aukið öryggi á pappírnum".108 Stefán Jóh. Stefánsson forsætis-
ráðherra og aðrir áhrifamestu forystumenn Alþýðuflokksins voru
109
sama sinnis.
Eftir nokkurt hik ákvað ríkisstjórnin að þiggja boðið til Washington
og Bjarni Benediktsson fékk þá Eystein Jónsson og Ernil Jónsson, við-
skipta- og samgönguráðherra (Alþýðuflokki) í sendinefnd með sér
vestur. Festa þurfti alla stjórnarflokkana í málinu, ella var ferðin
„þýðingarlaus". Nefndinni til aðstoðar var Flans G. Andersen, önnur
hönd Bjarna í utanríkisráðuneytinu.110
107 GBB: Butrick, minnisblað til Bjarna Benediktssonar, 9. mars 1949, áður afhent
Thor Thors í Washington 8. mars.
108 GTT: Bjarni Benediktsson til Thors Thors, 5. jan. 1949.
109 Stefán Jóh. Stefánsson: Minningar II, bls. 52.
110 Baldur Guðlaugsson og Páll H. Jónsson: 30. marz, bls. 94.