Saga - 1991, Page 109
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
107
Pingað í Washington, úrslit ráðin
í Washington átti sendinefndin rækilegar viðræður við Dean Ache-
son utanríkisráðherra, annan aðalhöfund Atlantshafsbandalagsins,
og hina kunnu aðstoðarmenn hans, Clmrles F. Bohlen og Jolw G. Hick-
erson. Þeir skýrðu Atlantshafssáttmálann fyrir nefndinni og svöruðu
ótal brýnum spurningum, sem vaknað höfðu vegna fyrirvara Islend-
inga og málflutnings bandalagsandstæðinga.111 íslensku sendinefnd-
inni gafst einnig kostur á því að spyrja fulltrúa Bandaríkjahers og
flota í þaula um öryggismál íslands. Svör þeirra voru nokkuð á reiki
og sýnilega ekki nákvæmlega ígrunduð. Ótvíræð var þó sú höfuðnið-
urstaða þeirra, að líkur væru á því, að flugvellirnir í Reykjavík og
Keflavík yrðu fyrir skyndiárás, raid, í upphafi styrjaldar eða reynt yrði
að fremja skemmdarverk á þeim. Frá herfræðilegu sjónarmiði væri
ákjósanlegast fyrir Rússa að beita hér fyrir sig „fimmtu herdeild"
íslenskra kommúnista vegna erfiðleika á því að flytja hingað her. Ef
notast yrði við sovéskan herafla, mætti gera ráð fyrir að hann yrði
skipaður allt að tveimur herfylkjum, battalions, 1600 manns, sem lent
yrði úr kafbátum, flutningaskipum og jafnvel síldveiðiskipum. Tak-
mark slíkrar árásar, sem herforingjar impruðu á, sést glöggt af stríðs-
áætlun bandaríska yfirherforingjaráðsins, þ.e. hindra að Bandaríkja-
menn gætu notað flugvellina tvo í upphafi styrjaldar og eyðileggja
þá, ef það hentaði. Fulltrúi Bandarikjahers taldi afar ósennilegt, að
árásarher yrði sendur hingað í flugvélum. Líklegust leið þeirra, frá
herflugvöllum í grennd við Norður-Finnland, væri bæði löng og
ströng, lending hér torveld og mjög óárennileg fyrir fallhlífalið. Vís-
ast kynnu sovésku flutningavélarnar auk þess að verða auðveld bráð
fyrir bandarískar orrustuflugvélar, sem gætu setið fyrir þeim um borð
í flugvélaskipum. Árás sovéskra sprengiflugvéla á ísland væri naum-
ast unnt að hindra að fullu án viðbúnaðar hér, en loftárás væri ólíkleg
í fyrstu stríðslotu.112
Sumt í þessu mati herforingja var til þess fallið að draga úr ótta, en
lll
112
„Frásögn af viðræðum íslenskra ráðamanna við fulltrúa Bandaríkjastjórnar í
mars 1949", 14. og 16. mars 1949, Morgunblaðið 4. maí 1976. Nefnd hér eftir:
„Frásögn". Acheson, minnisblað 14. mars 1949. Charles F. Bohlen, minnisblað
sama dag, FRUS 1949, IV, bls. 202-6.
„Frásögn", 15. mars 1949, Morgunblaðið 4. maí 1976. Hickerson, minnisblað 15.
rnars 1949, FRUS 1949, IV, bls. 225-29.