Saga - 1991, Qupperneq 111
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
109
að þéttbýlasti hluti íslands yrði að orrustuvelli, þar sem engu yrði
eirt.113
Gat aðild að Atlantshafsbandalaginu minnkað árásarlíkur, þótt hér
dveldist enginn her á friðartímum? Herforingjar fullyrtu, að svo væri.
Varnaráætlanir bandalagsins yrðu þá gerðar í samráði við íslendinga,
sem tækju að sér að gæta flugvallanna tveggja og flotamannvirkja í
Hvalfirði, einkum til að verjast skemmdarverkum. Líklega yrði fyrir-
sjáanlegt um nokkurt skeið, að styrjöld væri að hefjast. Þá væri unnt
að flytja herlið og flugvélasveitir til bækistöðva á Grænlandi og
Nýfundnalandi og safna saman herflota við landið. Þátttaka íslend-
inga í „fyrirbyggjandi áætlunum" tryggði, að öll varnarviðbrögð yrðu
öruggari og markvissari. Þannig mætti draga stórlega úr árásarhættu
og með því úr líkum á að barist yrði um landið. Herforingjar leyndu
því ekki, að þeir teldu langöruggast að hafa varnarlið æ til taks í land-
inu. En þeir vissu að þetta var ekki á dagskrá: Ráðherrarnir íslensku
voru umfram allt komnir til Washington þeirra erinda að kanna,
hvort annar kostur stæði til boða og teldist raunhæfur.114
Eftir viðræðurnar í Washington höfðu allir ráðherrarnir þrír sann-
færst um, að öryggi landsins væri betur borgið með inngöngu í
Atlantshafsbandalagið. En var þá unnt að binda undirskrift Atlants-
hafssáttmálans fyrirvara um „sérstöðu" íslands í hermálum? Því
höfðu embættismenn bandaríska utanríkisráðuneytisins neitað með
þeim rökum, að formlegur fyrirvari einnar þjóðar kallaði á fyrirvara
frá mörgum öðrum. Auðsætt var, að þá færi lítið fyrir samstöðu
bandalagsríkja, sem talin var helsta von þeirra til að tryggja gagn-
Evæmt öryggi og frið í Norðurálfu. Embættismenn bættu því við, að
væntanleg aðildarríki hefðu sýnt fullan skilning á „sérstöðu" íslend-
>nga, og þetta mætti ítreka opinberlega.115 Ráðherranefndin féllst á
þessa lausn, og dró saman eftirfarandi atriði, sem fram höfðu komið
1 máli bandarískra embættismanna:
1. Að ef til ófriðar kæmi mundu bandalagsþjóðirnar óska svip-
aðrar aðstöðu á Islandi og var í síðasta stríði, og það myndi
..Frásögn", 15. mars 1949, Morgunblaðið 4. maí 1976. Hickerson, minnisblað 15.
mars 1949, FRUS 1949, IV, bls. 225-29.
14 Sömu heimildir.
Þ5 Bohlen, minnisblað 14. mars 1949, FRUS 1949, IV, bls. 205-6. „Frásögn", 14.
mars 1949, Morgunblaðið 4. maí 1976.