Saga - 1991, Page 112
no
ÞÓR WHITEHEAD
algerlega vera á valdi íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði lát-
in í té.
2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sér-
stöðu íslands.
3. Að viðurkennt væri, að ísland hefði engan her og ætlaði
ekki að stofna her.
4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu
á íslandi á friðartímum.116
Með þennan boðskap í höndum sneri ráðherranefndin heim 21. mars
1949 og lagði tafarlaust fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana ósk átt-
veldanna um þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. Erindið
hlaut góðan hljómgrunn, og sjö dögum síðar flutti ríkisstjórnin
þingsályktunartillögu um, að ísland tæki þátt í stofnun bandalagsins
2.-4. apríl. Miðvikudaginn 30. mars var tillagan samþykkt með
nafnakalli í sameinuðu Alþingi, meðan háreysti utan dyra ætlaði allt
að æra og látlaus grjóthríð skall á Alþingishúsinu, splundraði rúðum
og þeyttist inn yfir þéttsetinn salinn ásamt skæðadrífu af glerbrotum.
Já sögðu 37 þingmenn, nei sögðu 13, tveir greiddu ekki atkvæði.117* *
ísland hafði kvatt hlutleysið, en með nokkrum fyrirvörum. Sá dagur
gleymist seint.
Yfirlit
Arin 1933-39 vaknaði grunur um það meðal íslenskra ráðamanna, að
Island væri að verða mikilvægt í hernaði flugsins vegna. Sú vörn, sem
úthafið og breski flotinn hefði veitt landinu, væri að hverfa. Líklegt
væri, að þýskir nasistar vildu ná hér aðstöðu til að herja á samgöngu-
leiðir Breta á Atlantshafi.118 Eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg og
Danmörku og Bandamenn ísland, þótti ráðamönnum það endanlega
sannað, sem þá hafði grunað fyrir stríð. Landið hefði glatað fyrra
öryggi sínu vegna þróunar vígvéla. Raunhæfar forsendur gömlu
hlutleysisstefnunnar væru brostnar. Hún hefði hvorki reynst þess
116 Alþt. 1948, A 916-17.
117 Alþt. 1948, B 93-215.
* Sjá aftanmálsgrein 5.
118 Pór Whitehead: Ófriður, bls. 110-50.