Saga - 1991, Side 115
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
113
við grannríkin austan hafs og vestan. Sjálf voru þessi ríki að mynda
nreð sér samtök af svipuðum ástæðum og þeim, sem báru ríkisstjórn
íslands af þeim „meðalvegi", sem hún ætlaði sér í upphafi að feta í
utanríkismálum. í stjórnarflokkunum greindi menn hins vegar á um
það, hve langt skyldi vikið af þeim vandfarna vegi. Utanríkisstefnan
var því ekki mjög eindregin, þótt hún vísaði í eina átt, þegar litið er
um öxl.
íslenskri utanríkisverslun var forðað frá hruni með Marshallhjálp
og þátttöku íslands í efnahagssamstarfi vestrænna ríkja. Á meðan
magnaðist stríðshættan og íslenskum ráðamönnum stóð vaxandi ógn
af sovésku hervaldi og harðasta kjarna innlendra ráðstjórnarvina líkt
og ríkisstjórnum um alla álfuna. Efasemdir sóttu að landstjórnendum
um varnargildi Keflavíkursamningsins og mátt ríkisvaldsins til að
verja lýðræðisskipulagið. Vandi varnarleysis, sem menn höfðu séð
fyrir í stríðslok, sótti að allri ríkisstjórninni, einkum eftir að tugir
sovéskra fiskiskipa birtust við landið. Ráðherrar voru einhuga um, að
efla þyrfti öryggi landsins, en fastheldni framsóknarmanna við yfir-
Iýsinguna um engar herstöðvar á friðartímum og óvissa um árásar-
hættu, latti stjórnina þess að taka öryggismálin upp við Vesturveldin.
í hugmyndinni um bandalag Atlantshafsríkja sáu ráðherrar lausn,
sem þeir töldu, að styrkt gæti öryggi landsins og tryggt samstöðu
stjórnarflokkanna. Fyrirvarar stjórnarinnar um þátttöku í bandalag-
inu voru ekki síst miðaðir við kröfur framsóknarmanna um engar her-
stöðvar á „friðartímum". För ráðherra til Washington í mars 1949 réð
úrslitum: Bandaríkjastjórn gekk að helstu fyrirvörum stjórnarinnar
fyrir hönd stofnríkja Atlantshafsbandalagsins, og ráðherrarnir,
umfram allt Eysteinn Jónsson, sannfærðust um, að landið gæti verið
í árásarhættu, en úr henni mætti draga með skilyrtri inngöngu í
bandalagið.
Bandaríkjamenn reyndu ekki að blekkja ráðherra í mati sínu á
þessari hættu, eins og sést af leynilegri stríðsáætlun bandaríska yfir-
herforingjaráðsins 1949. Þar var gert ráð fyrir, að rauði herinn neytti
stórkostlegra yfirburða sinna á landi og hæfi heimsstyrjöldina þriðju
með leiftursókn í vestur. Bandamenn hörfuðu undan að Rínarfljóti og
Alpafjöllum, þar sem þeir reyndu að halda aftur af herskörum
Stalíns. Einnig skyldi reynt að verja Noreg, Danmörku og Svíþjóð. í
upphafi átaka hæfi bandaríski sprengiflugflotinn, Strategic Air Com-
>nand (SAC), loftsókn gegn Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra með
8-saga