Saga - 1991, Qupperneq 119
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
117
Aftanmálsgreinar
1 Menn, sem kenndir voru við „vinstri arm" Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, áttu
mikilvægan þátt í baráttunni gegn herstöðvabeiðninni. Nokkrir úr þessum hópi
stóðu að útgáfu fréttablaðsins Útsýn undir ritstjórn Finnboga Rúts Vaidimarssonar,
þar sem skýrt var frá aðalefni herstöðvabeiðninnar, 15. október 1945. Ýmsir þeirra,
sem í blaðið rituðu, höfðu verið í „lögskilnaðarhreyfingunni" á stríðsárunum, og
mynduðu síðar kjarnann í Þjóðvarnarfélaginu 1946-51.
Fyrstu dagana í október 1945 höfðu stjórnmálaflokkarnir og dagblöðin talið sér
skylt að fara með beiðnina sem trúnaðarmál, en Vísir rauf þögnina með því að birta
frétt um beiðnina úr sænska dagblaðinu Dagens Nyheter.
Þá gekk alls kyns orðasveimur um málið, þ.á m. að Bandaríkjamenn hefðu bein-
línis falast eftir að leigja hér stöðvar til 99 ára fyrir geipifé og boðist til að kaupa mest
allan fisk, sem hér yrði úr sjó dreginn um langan aldur. Þótt Bandaríkjastjórn virð-
ist tvímælalaust hafa kosið sér sem lengstan leigutíma, var tíminn hvergi tilgreind-
ur í herstöðvabeiðninni heldur farið fram á „leigu til langs tíma", long term lease,
með víðtækum réttindum til að starfrækja bækistöðvarnar. Lausleg könnun á laga-
legri merkingu orðasambandsins á ensku bendir til, að merkingin sé ekki fastbund-
in við 99 ár. Hugsanlegt er því, að Bandaríkjamenn hefðu ekki sjálfkrafa hafnað
mun styttri leigutíma, jafnvel þótt „leiga til langs tíma" hafi verið ófrávíkjanleg
krafa. Islenskir sagnaritarar hafa hins vegar ætíð haft fyrir satt, að herstöðvabeiðnin
hafi hljóðað upp á 99 ára leigu. Sé litið á texta beiðninnar, er það rangt, þótt tak-
markið hafi ugglaust verið leigumáli til 99 ára.
2 Þorleifur Friðriksson segir í Gullnu flugunni (Rv. 1987), bls. 76, að með falli
nýsköpunarstjórnar og myndun „Stefaníu" hafi lokið „einstæðri refskák, sem bíður
þess að verða skýrð að fullu". í Skírnisgrein 1976 hafi ég líklega vanmetið áhrif
Bandaríkjamanna á samninga stjórnmálaflokkanna. Fyrir þessum skrifum Þorleifs
er ekki flugufótur, því að rækilegri heimild hefur ekki birst um neinar stjórnar-
myndunarviðræður hér á landi en þær, sem fram fóru 1946-47. Sjá Matthías
Johannessen: Ólafur Thors. Ævi og sför/II, bls. 58-81. i þessa lykilheimild vísar Þor-
leifur hvergi í riti sínu. Ella hefði hann tæpast þurft að lýsa eftir skýringum á „ref-
skákinni" og ýja að því að hún hafi verið tefid frá Washington. I Skírnisgrein minni
(sjá bls. 166-67) er byggt á ótvíræðum gögnum um það (einkum bandarískum), að
Óiafur Thors og Hermann Jónasson höfnuðu með öllu ráðleggingum Bandaríkja-
manna um að mynda ekki stjórn með kommúnistum. Hlutur Ólafs í þessu máli hef-
ur einnig komið rækilega fram í frásögnum Stefáns Jóh. Stefánssonar, Einars Ol-
geirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar.
Eins og segir í Gullnu flugunni var Stefán Jóh. Stefánsson, formaður Alþýðu-
flokksins, ætíð andvígur stjórnarsamstarfi við kommúnista. Svo var einnig um
Svein Björnsson forseta, sem réð miklu um gang stjórnarmyndunar. Bandaríkja-
sljórn þurfti ekki að brýna þessa menn til að halda sósíalistum utan stjórnar, enda
lét hún það ógert. Afrek Ólafs Thors 1944 hafði ekki verið að fá sósíalista til sam-
starfs heldur að draga Alþýðuflokkinn inn í nýsköpunarstjórn gegn vilja þeirra,
sem stóðu lengst til „hægri" og „vinstri" í flokknum. Menn úr þessum hópum (tíu
af tólf miðstjórnarmönnum) höfðu því ríka tilhneigingu til að slíta stjórnarsamstarf-
rr>u, þegar færi gafst 1946, enda átti ÓlafurThors löngum erfitt með að stilla til friðar
með jafnaðarmönnum og sósíalistum í nýsköpunarstjórninni. (Emil Jónsson: Á
'nill' Washington og Moskva. Rv. 1973, bls. 112-15.) Sú krafa sósíalista í stjórnar-
myndunarviðræðunum að fá að velja sjálfir forsætisráðherraefni Alþýðuflokksins í