Saga - 1991, Síða 120
118
PÓR WHITEHEAD
„vinstri stjóm", hleypti síðan mjög illu blóði í hægri- og miðjumenn flokksins (þar
með talda báða ráðherra hans). Kröfugerð sósíalista í viðræðum um endurreisn ný-
sköpunarstjórnar bætti ekki um betur. Á endanum hafði Stefán Jóh. Stefánsson því
styrk til að segja Ólafi Thors, að hann vildi undir engum kringumstæðum reisa við
nýsköpunarstjórnina, jafnvel þótt eigin stjórnarmyndun mistækist. I þetta sinn
taldi Ólafur allar líkur á, að Stefán hefði flokkinn á bak við sig. (Matthías Johannes-
sen: Úlafur Thors II, bls. 67, 69-70.) Nýsköpunarstjórnin var feig, hvernig sem á það
er litið.
3 Elfar Loftsson stjórnmálafræðingur hefur fullyrt, að íslendingar hafi hætt austur-
viðskiptum „vegna þrýstings af hálfu Breta og Bandaríkjamanna", en um hann hafi
verið fjallað „mjög rækilega" á prenti (Den kolde krig og de nordiske lande, Rapportcr til
den XIX nordiskehistorikerkongres. Odense 1984, II, bls. 50). Þessu til sönnunar vísaði
Elfar í staðhæfingar úr barátturitum sósíalista (sem ekkert sönnunargildi hafa um
þetta efni) og hið trausta heimildarrit Agnars Kl. Jónssonar, Stjárnarráð íslands. Þar
kemur stuttlega fram (sjá II, bls. 844), eins og í ótal frumheimildum, íslenskum,
bandarískum og breskum, að ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar var það kapps-
mál að halda áfram hinum hagstæðu viðskiptum við Ráðstjórnarríkin.
Vesturveldin þrýstu aldrei á íslendinga um að hætta þessari verslun (enda hefðu
þau þá orðið að bjóðast til að bæta skaðann, sem af því hlaust), en breskir og banda-
rískir stjórnarerindrekar vöruðu þá við því, að ráðstjórnin gæti notað fiskkaupin til
að auka hér áhrif sín. Þetta vissu íslenskir stjórnmálamenn mætavel, en eins og
Bjarni Benediktson utanríkisráðherra sagði breska sendiherranum, gat hann ekki
látið andúð sína á ráðstjórninni ráða ferðinni í viðskiptamálum. Því væri hann
„mjög umfram um það vegna hagsmuna íslensks þjóðarbúskapar að þær [samn-
ingaviðræður við ráðstjórninaj tækjust". (FO 371/66010: Gerald Shepherd til
Ernests Bevins, 4. júní 1947.)
Talsmenn ráðstjórnarinnar hafa sjálfir vottað, að viðskiptin voru hafin 1946 til að
hamla á móti áhrifum Vesturveldanna hér. Eftir Keflavíkursamninginn, útgöngu
sósíalista úr nýsköpunarstjórninni og þátttöku íslendinga í Marshallaðstoðinni sá
ráðstjórnin augljóslega engan tilgang í þvi að hygla smáþjóðinni lengur í viðskipt-
um. Fór þetta saman við harða andstöðu Stalíns gegn Marshallhjálpinni og kenn-
ingar hans um skiptingu heimsins í tvo hluta og nauðsyn á sjálfsþurftarbúskap sós-
íalistaríkja. (Þór Whitehead: „Austurviðskipti íslendinga", Frelsið III, nr. 3 (1982),
bls. 198-211.)
Nokkur verslun hélst við Tékkóslóvakíu, en 1953 var utanríkisviðskiptaráðherra
landsins, Rudolf Margolius, tekinn af Iífi eftir illræmd fjöldaréttarhöld. Var Margo-
lius m.a. gefið að sök að hafa staðið að viðskiptum við Islendinga, sem gert hefðu
sósíalíska lýðveldið háð auðvaldsheiminum. (Kári Valsson: „Rudolf Margolius",
Morgunblaðið 5. okt. 1983.)
4 Elfar Loftsson segir í doktorsritgerðinni Island i Nato. Gautaborg 1981, bls. 143-44:
„Herbragð Bandaríkjamanna miðaði að því að hraða ákvörðun [ríkisstjórna um
inngöngu í Atlantshafsbandalagiðj . . . meðan hinar [þjóðirnarj vildu gjarnan fá
lengri umhugsunartíma. Þegar íslendingar voru að búa sig undir ákvörðun . . • var
þessi tilhneiging mjög greinileg. Öllum smáatriðum hins fyrirhugaða samnings var
haldið leyndum eins lengi og kostur var, og á því byggðist síðan krafan um snögga
ákvörðun."
Eins og lesendur geta glöggt dæmt um, hefur Elfari annaðhvort missýnst hrapal-
lega um gang mála og „herbragð" Bandaríkjamanna gagnvart íslendingum eða
hann kýs niðurstöðu, sem stangast á við heimildir. Svo sem fram hefur komið (sja