Saga - 1991, Page 125
JÓN ÓLAFUR ISBERG
Hugleiðingar um söguskoðun
íslendinga
Hafa íslendingar einhverja söguskoðun og ef svo er hver er hún?1
Þessari spurningu er vandsvarað enda erfitt að alhæfa í þeim efnum.
Með orðinu söguskoðun á ég við, hvað menn hafi álitið vera helsta
hreyfiafl sögunnar og hvaða þættir hafi haft mest áhrif á íslenskt sam-
félag. Nokkuð hefur verið rannsakað hvernig sagan hefur verið til-
reidd fyrir almenning en lítið hefur verið hugað að því hvernig sú
saga hefur mótað afstöðu fólks.2 Nefna má að Gísli Gunnarsson og
Helgi Þorláksson hafa nýlega tekið til umfjöllunar á gagnrýnan hátt
sagnaritun fyrri tíðar manna og sýnt fram á að þar skortir oft á hlut-
lægni og traustan heimildagrundvöll.3 Af lestri dagblaða og ummæl-
um ýmissa forystumanna í atvinnulífi, félagssamtökum og stjórn-
málamanna virðist sem allflestir hafi svipaða söguskoðun. Guð-
mundur Hálfdanarson hefur lýst sögu sjálfstæðisbaráttunnar á eftir-
farandi hátt:
Einu sinni endur fyrir löngu komst ísland undir stjórn vondra
útlendinga, sem hugsuðu um það eitt að pína þjóðina og hafa
út úr henni sem mest fé. Smátt og smátt var landið slegið
svörtu myrkri vonleysis og doða, sem heltók hina stoltu og
1 Ég vil þakka Árna Daníel Júlíussyni fyrir að hafa lesið yfir handrit þessarar greinar
og koma með gagnlegar og mikilvægar ábendingar.
Helsta ritsmíðin á þessu sviði er bók Inga Sigurðssonar, Islenzk sagnfræði frá miðri 19.
öld til niiðrar 20. aldar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 15. Rv. 1986. Ingi rekur þar
nákvæmlega söguritun þessa tíma og viðhorf sagnaritaranna en athugun á viðhorf-
um almennings til sögunnar liggur að mestu utan þeirrar rannsóknarvinnu. Einnig
ma nefna tvær greinar eftir Björn Þorsteinsson, „Sagnfræði og þróun hennar",
imarit Máls og menningar 1961 4, 257-73, og „Staðreyndir og saga", Saga 1980, 225-
■ Auk þess hefur Gunnar Karlsson komið að þessu efni frá ýmsum hliðum, sjá
3 pd' "Markn'ið sögukennslu", Saga 1982, 173-222.
ísli Gunnarsson: Upp er boðið tsaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-
787. Rv. 1987. Sjá t.d. blaðsíður 242-49 og 266-68. Helgi Þorláksson: „Gráfeldir á
gullöld og voðaverk kvenna." Ný saga 1988, 40-53.
S/1GA, tímarit Sögufétags XXIX- 1991, bls. 123-142