Saga - 1991, Side 126
124
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
merku þjóð. Skyndilega, eftir margra alda niðurlægingu, gerð-
ist það svo, öllum að óvörum, að hnípinni þjóð hlotnaðist sú
gæfa að meðal hennar fæddist hópur úrvalg gáfumanna. All-
flestir sigldu þeir utan til náms og námu ýmis fræði. Á þessum
tíma var alþýða manna í hinum stóra heimi að brjóta af sér
kúgunarfjötra einvaldsstjórna undir merkjum frjálshyggju og
þjóðernisstefnu. Stúdentarnir góðu drukku í sig þessar nýju
kenningar og blésu til orrustu. „Dagur er upp kominn", sögðu
þeir löndum sínum. Alþýða íslands, bogin undan oki erlends
valds og fátæktar, lagði við hlustir og gekk hinum nýju inn-
fluttu kenningum á hönd. Hófst þá barátta gegn erlendri kúg-
un og innlendum hefðum, barátta sem hefur skapað það sam-
félag framfara, frelsis og ríkidæmis sem við teljum okkur búa
við í dag. -Sagan (þ. e. saga sjálfstæðisbaráttunnar) hefurorð-
ið lífsseig, enda hefur hún að talsverðu leyti tekið á sig svip
helgisögunnar, sem ekki leyfist að hrófla við. Og víst er sagan
hrífandi. Hún leggur áherslu á mátt hetjunnar gegn ofurefli og
einnig sigur réttlætisins yfir hinu ranga.4
Pegar íslensk sagnaritun er athuguð kemur í ljós að þrjú tímabil hafa
einkum verið mönnum hugleikin, þ. e. þjóðveldið, einokun/einveldi
og sjálfstæðisbaráttan. Með áherslu á þessi atriði er hægt að byggja
íslandssöguna upp sem leikrit í þremur þáttum. í fyrsta þætti er allt í
sóma, í öðrum þætti ríkir vonleysi og áþján en í lokaþættinum kemst
allt í samt lag aftur, og sagan er búin. Almennt séð fjallar sagan um
baráttu íslendinga gegn útlendingum og eftir að þeirri baráttu lauk er
lítið til að skrifa um. Sjálfstæðisbaráttan hefur þó verið teygð áfram í
sambandi við veru varnarliðsins, útfærslu landhelginnar, stóriðju,
hvalveiðar og núna síðast í afstöðunni til Evrópubandalagsins. Pessi
þjóðernissinnaða söguskoðun er að mestu óháð flokkspólitískri
afstöðu einstakra fræðimanna. Benda má á að íslenskir sósíalistar
hafa ekki reynt að greina söguna á marxískum forsendum, með fáein-
um undantekningum þó,5 en eins og kunnugt er þá eiga sósíalismi og
4 Guðmundur Hálfdanarson: „Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi". Tímarit
Máls og menningar 4, 1986, 457.
5 Helgi Þorláksson: „Stéttakúgun eða samfylking bænda? Um söguskoðun Björns
Þorsteinssonar." Saga og kirkja. Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar. Rv. 1990,
183-91.