Saga - 1991, Síða 130
128
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
eru: Hvassafellsmál, Vatnsfjarðarmál, ránið í Bæ, Tyrkjaránið, einok-
unarverslun, kaupsvæðaverslun, Innréttingar, móðuharðindi, lands-
nefndin fyrri, landsnefndin síðari, fríhöndlun, ástandsleiðin, reikn-
ingskrafan, miðlun, valtýska, ríkisráðsákvæði, hraðskilnaðarmenn,
lögskilnaðarmenn, nýsköpunarstjórn, Keflavíkursamningurinn 1946
og varnarsamningurinn við Bandaríkin 1951. Eins og sjá má eru þetta
tilvísanir í þekkt atriði þar sem koma við sögu vondir biskupar, vond-
ir útlendingar og síðan misjafnlega þjóðhollir íslendingar. Nokkrir
menn eru nefndir á nafn í kaflanum en ekki er sýnt neitt merki þess
að hægt sé að fletta upp á þeim. En lítum á hvaða menn þetta eru:
Pýþeas, Naddoður(svo), Garðar Svavarsson, Náttfari, Flóki Vilgerð-
arson, Ingólfur Arnarson, Hjörleifur Hróðmarsson, ísleifur Gissurar-
son, Jón Ögmundsson (svo), Gissur Einarsson, Jón Arason, Skúli
Magnússon, Magnús Stephensen, Baldvin Einarsson (hann er innan
sviga), Jón Sigurðsson, Tryggvi Þórhallsson, Sveinn Björnsson, og
Gunnar Thoroddsen. Auk þessara manna eru nefndir í tveimur töfl-
um allir þjóðhöfðingjar íslands frá upphafi og ráðherrar frá 1917, ráð-
herrarnir frá 1904-17 komast ekki á töfluna. Kort er yfir fjórðunga-
skipan og þingstaði á þjóðveldisöld. Myndrit sýnir skipulag íslenska
skólakerfisins og tafla sýnir fylgi stjórnmálaflokka í alþingiskosning-
um 1931-87.
En lítum nú á hvernig tekið er á málunum:
Saga. Gefið er í skyn með því að segja, að „sumir fræðimenn" telji
ísland vera Thule að þetta sé líklegt, jafnvel þó síðar sé sagt að þetta
sé ólíklegt. Það sama á við um Rómverjana og að nokkru leyti einnig
um papana. Síðan er farið eftir Landnámu án þess að geta hvers konar
heimild um er að ræða.
Landnámsöld (um 870-930). Ingólfur kemur um 870 sem, „skv. hefð
telst fyrsti landnámsmaðurinn". í Landnámu er Ingólfur talinn fyrstur
landnámsmanna og þar er tilgreint nákvæmlega hvenær hann kom.15
Það er ekkert um eða skv. hefð og ef menn fara eftir Landnámu, eins
og hér er gert, þá er það lágmarkskrafa að það sé gert skammlaust og
án undanbragða. „ísland er talið alnumið um 930 en fræðimenn
greinir mjög á um mannfjöldann þá. Margir giska þó á að hann hafi
verið 10 000-20 000 manns." Hér eru skoðanir „margra" sem „giska"
settar fram með þeim hætti að enginn veit hvað er hvað. Þrátt fyrir að
15 Landnámabók. íslenzk fornrit I. Rv. 1968, 42.