Saga - 1991, Page 140
138
JÓN ÓLAFUR ISBERG
og hnignun og aukin fátækt varö á íslandi. Hungursneyð móðuharð-
indanna, sem drap Vs landsmanna, er eingöngu talin afleiðing eld-
goss og kulda. Síðan er klykkt út með eftirfarandi athugasemd
In spite of these hardships, it appears that few Icelanders were
critical of the status of the country within the Danish realm.
Pví skyldu þeir líka hafa verið það? Varla var kuldinn og eldgosin
Dönum að kenna eða hvað?
Modern Iceland er síðasti kaflinn. Hann hefst um 1830 og er ágætt að
byrja svo snemma en þess ber hins vegar að gæta að annar kaflinn
heitir Iceland under Foreign Rule. Þessi kaflaskipting lýsir vel þeim
áherslum sem eru hjá Gunnari, þ. e. að pólitísk yfirstjórn, innlend
eða erlend, er ekki upphaf og endir alls í sögunni. Mér sýnist að
Gunnari hafi tekist að stíga framhjá gildrum þjóðernisstefnunnar sem
margir íslenskir sagnfræðingar hafa fallið í er þeir fjalla um afstöðuna
til Dana, en hins vegar eru Bretar og Bandaríkjamenn ennþá nokkurt
vandamál.
Kaflanum er skipt í þrennt, þ. e. til 1904, frá heimastjórn til sjálf-
stæðis og loks lýðveldið. Fyrst er fjallað um afnám einveldis í Dan-
mörku og endurreisn Alþingis sem ráðgjafarþings og tekið fram að
kosningaréttur „was almost entirely restricted to officials and (male)
farmers." Nokkuð ítarlega er fjallað um þjóðfundinn og bent á rök-
semdir Jóns Sigurðssonar í sambandi við afnám einveldis, þ. e. að
konungurinn gæti einungis afsalað sér einveldinu til íslendinga.
Atvinnumálin verða að mestu útundan og sagt að eina tækninýjungin
sem íslendingar hafi kynnst á þessu tímabili hafi verið skúturnar.
Engir nýir framleiðsluhættir, enginn saltfiskur, engin sauðasala, eng-
inn kapítalismi enda er fullyrt að hér hafi verið „economic stagna-
tion". Er þetta ekki í fyrsta skipti sem menn falla í gryfju tæknihyggj'
unnar.
í kaflanum um heimastjórn og fullveldi er hins vegar tekið á málun-
um. Farið er yfir helstu breytingar á atvinnuháttum, skólaskyldu
komið á, konur og vinnufólk fengu kosningarétt og auk þess fengu
konur aðgang að æðri skólum. Reykjavík óx og hömlur á búsetu og
atvinnufrelsi fólks voru afnumdar og verkalýðsfélög voru stofnuð.
Síðan er stiklað á stóru um stéttastjórnmál, stéttaátök og kreppu, her-
nám og loks lýðveldisstofnun. Allt er þetta vel gert og sem dæmi má