Saga - 1991, Side 148
146
GUNNAR KARLSSON
Síðan voru þau gefin Bókmenntafélaginu og Sögufélaginu til þess að
þau gerðu af þeim það sem þeim sýndist, og átti handrit Einars eftir
að verða stofn að merku verki þar.2
Önnur alllöng saga varð af þætti Alþingissögunnar um verslunar-
og samgöngumál, en ég ætla að hlífa ykkur við henni og snúa mér
beint að málalokunum. í október 1956 skrifaði Björn Pórðarson grein-
argerðina sem ég hef verið að vitna í. Þar lagði hann fram tillögu um
hvernig útgefnu efni Alþingissögunnar yrði skipt niður í fimm bindi
svo að þau yrðu nokkurn veginn jafnþykk og færu vel í hillu.3 Þannig
lauk Alþingissögunni, 34 árum eftir að henni var hleypt af stað. Hún
er auðvitað afar gagnlegt verk, eitt af allra gagnlegustu söguritum
okkar, en hún er ekki saga Alþingis heldur safn til sögu þess, einstak-
ar ritgerðir og skýrslur um málaflokka sem Alþingi hefur fjallað um.
Par eru líka afskaplega tilfinnanlegar gloppur, og það um fleira en
verslunar- og samgöngumál. Mikilvægir málaflokkar voru ekki
komnir í verkahring Alþingis þegar ritið var skipulagt á árunum
1922-25; þar má nefna utanríkismál. Öðrum hafa nefndarmenn lík-
lega ekki munað eftir, til dæmis kvenréttindaþróuninni. Ekkert verk
verður nefnilega heilt og fullkomið, hversu lengi sem setið er yfir því.
Annað dæmi mitt um misheppnað stórvirki er Saga íslendinga. Ein-
hvern tímann undir 1940 var persónusamband á milli Menntamála-
ráðs og Pjóðvinafélags, á þann hátt að Jónas Jónsson frá Hriflu var
formaður beggja. Þá tóku þessar stofnanir sig saman um að láta rita
sögu þjóðarinnar í tíu bindum. Enn var skipuð þriggja manna nefnd,
og hún raðaði íslandssögunni niður á höfunda allt til loka áttunda
bindis um tímamótin 1874. Var látið sitja við það og ekki hirt um þótt
ekki fyndust höfundar að tveimur síðustu bindunum.4 Fyrst kom út
fimmta bindið, um 17. öld, eftir Pál Eggert Ólason, árið 1942, þá sjötta
bindi um 18. öld til 1770 eftir Pál Eggert og Þorkel Jóhannesson, árið
eftir; enn ári síðar kom fjórða bindi, um sextándu öld, eftir Pál Eggert.
Pá fór útgáfan að strjálast. Næst kom sjöunda bindi árið 1950. Pað
þakti árin 1770-1830 og var eftir Þorkel Jóhannesson. Fimm árum síð-
ar kom Jónas Jónsson út með fyrri hluta af áttunda bindi; hann náði
aðeins að komast yfir helming efnisins í einu bindi jafnþykku þeim
2 Einar Bjarnason: Lögréttumanmtal (Rv., Sögufélag, 1952-55).
3 Björn Þórðarson: „Greinargerð." Saga Alþingis V (Rv., Alþingissögunefnd, 1956).
4 Saga íslendinga VI11:1 (Rv., Menntamálaráð og Þjóðvinafélag, 1955), ix-x.